HEILSU- OG ÆVINTÝRAFERÐ TIL INDLANDS
Gist er á Secret Garden hotel í Kerala, á Athreya Ayurveda Center, Blanket hotel & SPA í Munnar og Fragrant Nature Resort í Kollam.
3 janúar - 10 febrúar 2025
Ást og Friður - Ayurveda studio og ferðaskrifstofan Heillandi heimur
bjóða til heilsuveislu.
VERÐ KR. 1.115.000 á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi
VERÐ KR.1.200.000 á mann miðað við 1 fullorðinn í herbergi
Upplýsingar um ferðatilhögun veitir Harpa - harpa@heillandiheimur.is sími 8223890
Upplýsingar um ferðatilhögun og meðferðir veitir Heiða Björk - astogfridur@astogfridur.is, sími 8650154
Smellið á tengilinn. hér fyrir neðan til að sjá myndir og nánari upplýsingar um ferðina.
Indland með Heiðu Björk næringarþerapista, ayurvedasérfræðingi og leiðsögukonu.
Í þessari ferð gefst tækifæri til að sameina áhrifaríka heilsumeðferð í anda ayurveda og ævintýraferð til Indlands. Ferðina leiðir Heiða Björk næringarþerapisti, ayurvedasérfræðingur, kennari og leiðsögukona.
Flogið er til Kochi í Kerala héraði í Suður-Indlandi og dvalið þrjár nætur á hinu dásamlega hóteli Secret Garden og borgin Kochi skoðuð, hlýtt á stuttan fyrirlestur um ayurveda og líkamsklukkan aðlöguð eftir ferðalagið. Það er ferðast á lítilli loftkældri rútu upp í fjallahéraðið Munnar sem er þekkt fyrir náttúrufegurð. Þar verður dvalið í frísku fjallalofti og teekrurnar og kryddframleiðsla skoðuð. Dvalið verður á vönduðu hóteli og farið í stutta könnunarleiðangra í nágrenninu.
Þaðan er farið til Athreya Ayurveda Center þar sem við tekur 25 daga áhrifarík heilsumeðferð - Panchakarma - sem notuð hefur verið í árþúsundir til að koma jafnvægi á lífskrafta (dósjur) líkamans til að bæta heilsu eða lengja og bæta lífslíkur. Meðferðin er áhrifarík fyrir bæði andlega og líkamlega kvilla en ekki þarf að þjást af sjúkdómum til að gera panchakarma, heldur er mælt með reglubundinni iðkun til að viðhalda góðri heilsu og halda aftur af hrörnun líkamans.
Eftir dvölina í Athreya Ayurveda Center, verður ekið í suður og dvalið á notalegu hóteli í 5 nætur til að undirbúa líkama og anda undir heimferð. Á hótelinu verður hægt að halda heilsubótinni áfram með jóga, hollu mataræði, nuddi og öðrum dekurmeðferðum. Flogið er heim frá alþjóðaflugvellinum Trivandrum 10. febrúar.
Fyrir hverja er panchakarma?
Panchakarma er einstaklingsmiðuð heilsumeðferð ayurvedal lífsvísindanna. Ayurveda læknir fer yfir heilsufar og væntingar og lagar meðferðina að því. Ekki er nauðsynlegt að þekkja ayurvedafræðin eða jógafræðin til að njóta panchakarma meðferðar.
Með aðferð panchakarma er hægt að koma jafnvægi á lífskraftana þrjá - dósjurnar þrjár - sem stýra virkni líkama okkar. Þegar þær eru komnar úr jafnvægi byrja veikindi að láta á sér kræla. Meðferðin er því gagnleg fyrir þá sem glíma við heilsufarsvanda, jafnt líkamlegan sem andlegan en ekki síður fyrir þá sem vilja styrkja líkamann og hægja á öldrun. Húðin ljómar og líkaminn er allur slakur og fínn eftir panchakarma meðferð þar sem dekrað er við hvern og einn með hollu og góðu fæði, jurtastyrktum olíum, olíunuddi eða þurrnuddi með jurtum, jóga, hugleiðslu, öndunaræfingum og einfaldlega með því að slaka á umvafin heilandi náttúrunni.
Sumir fara reglulega í panchakarma (ef pyngjan leyfir) til að stilla dósjurnar af og leggja inn í heilsubankann en aðrir fara sjaldnar og eingöngu til að vinna með ákveðna sjúkdóma eða kvilla. Því lengur sem dvalið er, því meiri árangur næst.
I upphafi fyllir fólk út spurningalista varðandi heilsufar sitt og sendir til Athreya setursins. Í kjölfarið ræðir ayurveda læknir við gestinn í spjalli á netinu um heilsufarsatriði sem viðkomandi vill einbeita sér að og um væntingar. Hvaða árangri sé raunhæft að ætla sér að ná. Þegar út er komið er búið að setja saman prógram í samræmi við þessa forvinnu.
DAGSKRÁ
3 janúar 2025. Flug með Icelandair til London Heathrow (LHR)
16:20 - 19:30
Gisting á Hilton Garden Inn Heathrow Terminal 2.
4 janúar 2025. Flug með Qatar airways
LHR - Doha 14:15 - 00:25 (7klst 10min)
Bið 1klst 30 min
Doha - Kochi 01:55 - 08:35 (4klst 10 min)
5 janúar 2025. Akstur að Secret Garden hotel þar sem gist er í 3 nætur
8 janúar 2025. Akstur frá Secret Garden hótel að Athreya Ayurveda Center.
8 janúar - 2 febrúar. Athreya Ayurveda Center
2 febrúar. Akstur að Blanket hotel & SPA Munnar
2 - 5 febrúar. Gisting á Blanket hotel
5 febrúar. Ekið að Fragrant Nature reserve hotel
5 - 10 febrúar. Gisting á Fragrant Nature Backwater resort hotel í Kollam
9/10 febrúar. Lagt af stað frá hóteli í kringum miðnætti.
Flug til Íslands
10 febrúar. Flug með Qatar airways
Thiruvananthapuram (TRV) - Doha 03:50 - 06:15
Bið 2,5 klst
Doha - LHR 08:45 - 13:20
10 febrúar. Flug með Icelandair
LHR - KEF 20:40 - 23:55
Gisting:
3 - 4 janúar. London Heathrow. Hilton Garden Inn Terminal 2.
5 - 8 janúar. Secret Garden hotel, Fortkochin
8 - 11 janúar Blanket hotel and Spa
11 janúar - 5 febrúar Athreya Ayurveda Center
5 - 10 febrúar Fragrant Nature Paravur Kollam
VERÐ KR 1115.000,- Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI
VERÐ KR 1.200.000,- Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINN Í HERBERGI
INNIFALIÐ:
Flug eins og tilgreint er í dagskrá.
Lítil rúta með loftkælingu - akstur á milli staða
Leiðsögn og aðstoð Heiðu Bjarkar á meðan á ferð stendur
Undirbúningsnámskeið og fræðsla um panchakarma og ayurveda með Heiðu Björk fyrirferð
25 daga panchakarma meðferð á Athreya Ayurveda Center. Þar er allt innifalið (gisting í einkaherbergi með sér baðherbergi, fullt ayurveda fæði, jurtalyf, meðferð í um 3 klst á dag, jóga- og hugleiðslutími daglega)
Dvöl í Secret Garden í 3 nætur með morgunverði
Dvöl í 3 nætur með morgunverði á Blanket Hotel and Spa í Munnar - stuttar skoðunarferðir frá hóteli
5 nætur á hótel Fragrant Nature Backwater Resort nærri Kollam. Þar er morgunverður innifalinn.
Námskeið með Heiðu Björk þar sem farið er í grundvallaratriði ayurvedafræðanna og út á hvað panchakarma heilsumeðferð gengur og fólk undirbúið undir ferðina.
Aðstoð Heiðu Bjarkar í upphafi dvalar á Athreya ayurveda setrinu.
GREIÐSLUR:
Staðfestingargjald 100.000 kr við skráningu sem greiðist til Ást & friðar. (Óendurkræft, nema ferð fali niður)
Greiðsla til Heillandi heimur:
Einsmannsherbergi 475.000 kr (Flug, rúta og hótel fyrir og eftir meðferð)
Greiða 40% fyrir 2. júlí (190.000); 40% fyrir 2. sept (190.000 kr); 20% fyrir 2. desember (95.000 kr)
Tveggjamanna herbergi 393.000 kr (Flug, rúta og hótel fyrir og eftir meðferð)
Greiða 40% fyrir 2. júlí (157.000 kr); 40% fyrir 2. sept (157.000 kr); 20% fyrir 2. des (79.000 kr)
(Hægt er að koma sér sjálfur til Kochi og hitta hópinn þar ef vill. Þá dregst 250.000 kr af greiðslunni til Hörpu í Heillandi heimur)
Greiðsla til Ást og Friður:
625.000 kr. (Panchakarma meðferð í 25 daga þar sem allt er innifalið, meðferð, gisting í sér herbergi með baðherbergi, fæði, jóga, jurtalyf), námskeið til undirbúnings í desember, dvöl hjá Þóru í Secret Garden í tveggja manna herbergjum, skoðunarferðir í Munnar)
Greiða 40% fyrir 2. ágúst (250.000 kr) ; 40% fyrir 2. október (250.000 kr); 20% fyrir 2. janúar (125.000 kr)
Annar kostnaður ekki innifalinn:
Þjórfé eins og tíðkast í þessum heimshluta. Til bílstjóra, þjóna á veitingahúsum, ræstingafólks og meðferðaraðilunum ykkar. Allir fá úthlutaða tvo meðferðaraðila á Athreya sem fylgja þeim alla 25 dagana
Skoðunarferðir frá Athreya eins og húsbátasigling, akstur með rikshaw inn í bæinn Kottayam, kaup á indverskum teppum, fatnaði, minjagripum, kryddum o.s.frv. Hádegis- og kvöldverður á hótelum fyrir og eftir meðferð. Máltíðir á veitingahúsum gætu kostað um 1500 - 2000 kr.