top of page
1440x1436-uai-1440x431.jpg

6. - 13. maí 2026

DFh-1-2-uai-1777x1333.jpg

Við bjóðum þér að upplifa endurnærandi og áhugaverða daga í Andalúsíu, þar sem við dveljum í fimm daga í “Húsi Drekaflugunnar”, dásamlegum stað nálægt borginni Antequera og tvo daga í Malaga.

Mjúkt jóga, jóga nidra, hugleiðslustundir, nærandi og skapandi samverustundir og göngur er meðal þess sem er á dagskránni.

 

VERÐ KR. 305.000, - á mann miðað við 2 í herbergi.

VERÐ KR. 357.000,- í eins manns herbergi (eingöngu 4 í boði).

Hámark komast 14 í þessa ferð

Lágmarksfjöldi er 8 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér leyfir til að aflýsa ferðinni ef lágmarksfjöldi næst ekki.

Nánari  upplýsingar 

harpa@heillandiheimur.is

8223890

Endurnærandi kvennaferð til Andalúsíu 

Endurnæring í Andalúsíu - kvennaferð

Lilja Steingrímsdóttir  hefur farsællega leitt og skipulagt lengri göngur og hlédrög á Íslandi í yfir tuttugu ár. Hún er vottaður Bodynamic sálmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingur, hómópati og leiðsögumaður. Öll hennar menntun og reynsla nýtist sérlega vel til að skapa magnaðar og gagnlegar upplifanir á hlédragi sem þessu sem við bjóðum nú upp á í Húsi Drekaflugunnar.  Lilja mun bjóða uppá hópeflandi Sál-líkamlegar æfingar, leiki og pælingar og spila á hljóðfæri og leiða söng, þegar svo ber við.

Anna Margrét Guðjónsdóttir  hefur undanfarin tíu ár unnið með spænsku fyrirtæki og því oft átt erindi til Spánar. Síðustu misserin hefur hún verið með annan fótinn í Málaga borg og þvælst talsvert um Andalúsíu. Áhugann á Spáni og spænskri menningu má rekja allt aftur til unglingsáranna og í menntaskóla byrjaði hún að læra spænsku og reynir eftir bestu getu að bæta við sig í þeim efnum. Í hennar huga er Andalúsía eitt mest spennadi svæði Spánar, hún vill gjarnan deila með okkur áhuga sínum og þekkingu á svæðinu.

Edda Jónsdóttir  á að baki nám í Jóga Nidra, Kundalini jóga og Hatha jóga. Hún leggur áherslu á jarðtengingu, hlustun og forvitni í allri iðkun. Edda hefur sótt ýmis námskeið sem lýsa áhugasviði hennar eins og  jógaþerapíu, flotþerapíu og Acquatic Massage Therapy. Helstu áhugamál eru fjölbreytt hreyfing og útivera ásamt ótal mörgu sem snýr að andlegri og líkamlegri heilsu. Edda bjó um tíma á Spáni og er með BA í spænsku auk þess að hafa BA kennslufræði. Edda glæðir lífi og lit í alla hópa sem hún kemur að.

Við bjóðum þér að upplifa endurnærandi og áhugaverða daga í Andalúsíu, þar sem við dveljum í fimm daga í “Húsi Drekaflugunnar”, dásamlegum retreat stað nálægt borginni Antequera og tvo daga í Malaga.

1500x1125.jpg

Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum upplifunum með allskonar sálar og líkamlegu dekri ásamt sjálfsstyrkingu, göngu í mögnuðu landslagi, náttúruskoðun og menningarupplifunum.

 

í Húsi Drekaflugunnar verðum við með mjúkt jóga, jóga nidra, hugleiðslustundir, nærandi og skapandi samverustundir, sál-líkamlegar æfingar með samtali og fræðslu, tónheilun og kakó-seremónía.

 

Við göngum um ólívuakurinn og fáum fræðslu um ólívuolíur og ólívuræktun.

Við göngum einnig í hinum magnaða El Torcal fjallgarði og á leiðinni til baka skoðum við markverða staði í bænum Antequera.

 

Skoðunarferð um hina mögnuðu borg Ronda er auðvitað ómissandi.

Síðustu tvo dagana dveljum við svo í Malaga, skoðum áhugaverða staði, röltum um fornar götur og rápum í búðir.  Á loka kvöldinu hittist hópurinn í sameiginlegri máltið.

Segja má að þessi ferð sé lúxús ferð, því hópurinn verður lítill,  mest 14, minnst 8 þátttakendur, þannig náum við  allar fljótt og vel saman og sköpum traustan grunn fyrir upplifanir og sterkar tengingar. Síðan eru það við þrjár auk Helen sem rekur Hús Drekaflugunnar og hennar frábæra starfsfólk, sem hlúum að hópnum og sjáum til þess að allir fái sem mest út úr þessum dögum, hver með sitt sérsvið vinnum við saman að því að gera þessa viku að fjársjóði minninganna.

Það má taka eins mikinn þátt í dagskránni og hver vill, það er mikilvægt er að hlusta á eigin þarfir, við erum komnar til að endurnæra okkur og njóta þess að skrúfa niður í hávaða og kröfum, hvaðan sem þær koma. 

Hús Drekaflugunnar er sérhannaður staður fyrir hlédrag, staðsettur í yndislegri sveitakyrrð með víðu útsýni, öll aðstaða er einstaklega falleg og allt nostursamlega úthugsað. Heilsulindin Hús Drekaflugunnar er innblásin af anda drekaflugunnar, sem táknar breytingar, umbreytingar, aðlögun og sjálfsþekkingu.

1000x667-uai-667x667.jpg
45b15e3b3fc0e05d4881d596d852bb41-3-uai-1124x1124.jpeg
1500x825-2-uai-1100x825.jpg
anteque-uai-1920x1920.jpg

VERÐ KR 305.000,-  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í herbergi

VERÐ KR 357.000,- Á MANN Í EINS MANNS HERBERGI

ATH flug er ekki innifalið í þessari ferð.  

INNIFALIÐ:

* Allar rútuferðir innan Spánar sbr. dagskrá (akstur að flugvelli í Malaga við brottför ekki innifalinn)

* Dagskráin eins og hún er auglýst.

* Fullt fæði í húsi Drekaflugunnar

* Gisting samanber dagskrá

Staðfestingargjald kr 60.000,- þarf að greiða við skráningu og er það óendurkræft.

Eftirstöðvar þarf að greiða fyrri 15 febrúar 2026.

SKILMÁLAR

* Staðfestingargjald er kr 60.000 og telst ferð staðfest þegar það hefur verið greitt.

* Eftirstöðvar skal greiða í síðasta lagi þann 15 febrúar 2026.

* Allar innborganir samkvæmt greiðsluskilmálum eru óendurkræfar.

* Ferða- og slysatryggingar eru ekki innifaldar og er það á ábyrgð hvers og eins að sjá til þess að vera með tryggingar eins og viðkomandi hentar.

Reglur sem gilda um tryggingar sem fylgja kreditkortum

Ekki þarf að nota greiðslukort til greiðslu á hluta eða heild ferðar til þess að kortatrygging verði virk. Einungis þarf að gæta þess að vera með kortið með í ferð. Við viljum hins vegar benda ykkur á að hafa samband við tryggingafélagið þitt til að kanna hvað er innifalið í kortatryggingu þinni til að ganga úr skugga um að sú trygging dugi eða hvort þörf sé á að kaupa viðbótar ferðatryggingu hjá tryggingafélagi þínu.

Blue Water
  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is

Hlökkum til að heyra frá þér.

Heillandi Heimur

Víðiteigur 4A, 270 Mosfellsbær, Ísland

info[at]heillandiheimur.is

​Sími +354 822 3890

2024-004.jpg

©2021 Heillandi Heimur

Blue Water

Hafðu samband

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is

Hlökkum til að heyra frá þér.

2024-004.jpg

Heillandi Heimur

Víðiteigur 4A, 270 Mosfellsbær, Ísland

info[at]heillandiheimur.is

​Sími +354 822 3890

©2021 Heillandi Heimur

bottom of page