
Andleg og menningarleg ævintýraferð til Perú
28 mars - 11 apríl 2026
14 dagar
ATH. lágmarksþátttaka eru 10 manns
Draumaferðin til Perú um páskana 2026
Kynnstu því besta sem Perú hefur uppá að bjóða í þessari andlegu og menningarlegu ævintýraferð. Leiðin liggur um marga helgustu staði Perú undir leiðsögn perúansks leiðsögumanns. Íslenskir fararstjórar í ferðinni eru Guðrún Bergmann og Harpa Einarsdóttir (eigandi Heillandi Heims ferðaskrifstofunnar).
✨ Ertu tilbúin/n að uppgötva leyndardóma Perú á ævintýralegu ferðalagi
Ferðin er sambland af menningu, andlegri upplifun og ævintýrum.
VERÐ KR. 667.800, - á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi
VERÐ KR. 749.700, - á mann miðað við 1 fullorðinn í herbergi
ATH - flug er EKKI innifalið í þessari ferð en við aðstoðum við að bóka flug sé þess óskað
.jpg)
Upplýsingar um ferðina veitir Harpa - harpa@heillandiheimur.is
sími 8223890
Ævintýraferð til helgustu staða Perú
Í þessari einstöku ferð upplifum við hið besta sem Perú hefur að geyma – frá töfrum Machu Picchu, sem er eitt af undrum heimsins, til flugs yfir hinar dularfullu Nazca-línur. Við siglum á hinu stórbrotna Lake Titicaca, heimsækjum fljótandi Uros-eyjarnar og tökum þátt í helgri vígslu í Amaramuro. Í Andesfjöllunum leiða shamanar okkur í fornum seremónium sem opna fyrir nýjar víddir andlegrar upplifunar, á meðan við njótum litríkra hefða, bragðgóðrar perúvískrar matargerðar og sögulegra borga eins og Lima, Cusco og hins töfrandi Helga Dals. Ferð sem sameinar náttúruundur, fornmenningu og andlegan innblástur og skilur eftir djúp spor í hjarta og huga.
Fararstjórar ferðarinnar eru Harpa Einarsdóttir, eigandi Heillandi Heims og Guðrún Bergmann, leiðandi í andlegum málum og heilsuráðgjöf.
Ferðin er skipulögð af Magical Tours í Perú með Washington Gibaja Tapia, eiganda Magical tours, leiðsögumanns og heilara í fararbroddi.
.jpg)
.jpg)
Reiknað er með að ferðalangar séu komnir til Lima þann 28 mars, hvenær sem er dagsins.
Gist er í Lima fyrstu 3 næturnar á Hótel Casa Republica.
Meðal þess sem verður á dagskránni í Lima er gönguferð um borgina þar sem hópurinn mun kynnast hreinræktuðu bragði perúvískar matargerðar og heimsókn í Larco safnið, eitt mikilvægasta safn í S-Ameríku þar sem sjá má einstaka dýrgripi frá fornum ættbálkum Perú. Fyrir nánari lýsingu á dagskrá ferðarinnar er vísað í hnappinn Dagskrá þar sem er hlekkur á ítarlegri dagskrá.
Eftir þessa daga í Lima er haldið af stað suður á bóginn og Pachacamac rústirnar skoðaðar, en þær eru áhrifamikið fornminjasvæði þar sem eitt sinn var miðstöð trúarbragða frumbyggjanna. Boðið verður upp á Paso hestasýningu, en þessir hestar eru sérstakt afbrigði sem einkennist af einstökum gangi sem líkist dansi. Þetta kvöld er gist í bænum El Carmen í Ica héraðinu.
Frá El Carmen er förinni haldið til Paracas og hinnar Perúvísku Galapagos eyja. Einkaferð á bát til þessarar eyjar þar sem sjá má náttúrulegar bogamyndanir, mörgæsir, mikið fuglalíf, skjaldbökur og sæljón. Meðan fylgst er með sólarlaginu frá Paracas verndarsvæðinu með útsýni yfir hafið, verður haldin sérstök vatnsseremónia til að koma heilandi jafnvægi á andann. Hún er er leidd af Brother Felix – meðan þátttakendur sitja við eld, umvafðir hafinu og stjörnum himins.
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
Flogið verður með einkavélum yfir Nazca línurnar. Þær eru forn risavaxin jarðmyndaverk sem rituð voru í eyðimörkina af Nazca-menningunni um 500 f.Kr.–500 e.Kr. Þær sýna dýr, plöntur, geometrísk mynstur og tákn. Sum mynstur ná yfir hundruð metra og sjást best úr lofti. Uppruni og tilgangur þeirra er enn ráðgáta, en fræðimenn telja að þær hafi tengst trúarlegum helgisiðum, stjörnuspeki eða vatnsleit í eyðimörkinni.
Ferðin heldur áfram til hinnar frægu borgar Cusco, en borgin er í 3.399 mtr hæð yfir sjávarmáli. Heimsókn til shamans úr Andesfjöllunum sem býr í nágrenni Cusco. Í einka-seremóníu fer hann með hópinn í gegnum heilunarathöfn samkvæmt fornum hefðum. Á meðan á seremóníunni stendur mun hann útbúa „despacho“, sem er sérstakur böndull, með fórnum til Móður Jarðar, sem hann síðan brennir og vindurinn tekur fórnirnar til hærri sviða, til heilagra anda. Á meðan á þessari „ferð“ stendur mun shamaninn opna inn á aðrar víddir, þar sem þátttakendur uppgötva sannleika sinn og öðlast heilun.
.jpg)

Ferðin áfram frá Cusco til Machu Picchu og áfram til Lake Titicaca er einstakt ferðalag um helgistaði, náttúruundrin og menningu Inkanna.
Við byrjum á Chinchero markaðnum þar sem heimamenn kynna okkur hefðir vefnaðar úr alpaca-ull, sjáum tilraunahringina í Moray og fornu saltnámurnar áður en við heimsækjum virki og rústir í Ollantaytambo. Í Dalnum Helga fáum við tækifæri til að gefa til baka í sjálfboða-ferðamennsku, hittum heimafólk og deilum með þeim hlýju og stuðningi. Hápunktur ferðarinnar er Machu Picchu, þar sem við njótum leiðsagnar og frjáls tíma á einum helgasta stað Suður-Ameríku.
Síðasti viðkomustaður áður en haldið er aftur til Lima er við hið stórbrotna Lake Titicaca þar sem við heimsækjum fljótandi Uros-eyjarnar og tökum þátt í helgri vígslu í Amaramuro. Allt í senn falleg náttúra, lifandi hefðir og andleg upplifun sem skilur eftir djúp spor í hjarta og huga.
Gisting
Gist er á góðum 3ja - 4ra stjörnu hótelum alla ferðina - sjá nánari upplýsingar og hlekk á gististaði á hverjum stað í Dagskrá.
VERÐ KR 667.800,- Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI
VERÐ KR 749.700,- Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINN Í HERBERGI
Innifalið í verði
-
Innanlandsflug sbr. dagskrá
-
Allur akstur samkvæmt dagskrá með lúxus rútum
-
Flug yfir Nazca með einkaflugvélum
-
Góð 3ja - 4ra stjörnu hótel
-
Morgunverður og hádegisverðir (nema einn) og 5 kvöldverðir
-
Íslensk fararstjórn
-
Staðarleiðsögumaður frá Perú
-
Vatn í flöskum daglega
-
Sjálfboða-ferðamennska
Ekki innifalið
-
Flug frá Íslandi til Perú
-
Drykkjarföng
-
Kvöldverðir utan þessara 5, sbr. dagskrá
-
Þjórfé til töskubera, þjóna, leiðsögumanna, kokka og bílstjóra
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)

Skilmálar
Staðfestingargjald kr 130.000 við skráningu er óendurkræft.
Næsta greiðsla greiðist þann 15 nóvember KR 310.000
Lokagreiðsla greiðist þann 15 janúar 2026
AFBÓKUNARSKILMÁLAR:
-
Staðfestingargjald ferðarinnar er endurrkræft
-
Sé afbókað 120-60 dögum fyrir ferð þá heldur ferðaskrifstofan eftir 20% f því sem greitt hefur verið.
-
Sé afbókað 60-30 dögum fyrir ferð þá heldur ferðaskrifstofan eftir 40% f því sem greitt hefur verið.
-
Sé afbókað 30-15 dögum fyrir ferð þá heldur ferðaskrifstofan eftir 75% f því sem greitt hefur verið.
-
Sé afbókað 15 dögum eða minna fyrir ferð heldur ferðaskrifstofan eftir 100% af því sem greitt hefur verið.