top of page




Heilsuferðir fyrir líkama og sál
Heilsuferðir eru tilvalin leið til að sameina hreyfingu, slökun og nýtt umhverfi þar sem þú setur sjálfa(n) þig í fyrsta sæti. Í ferðunum býðst þér tækifæri til að losna frá daglegu áreiti, næra líkama og sál og fá það besta út úr fríinu með hreyfingu og gleði.
Við bjóðum upp á fjölbreyttar hreyfiferðir, svo sem jógaferðir, gönguferðir, hlaupaferðir, hjólaferðir, skíðaferðir og aðrar útivistar- og heilsuferðir. Skipulögð dagskrá og stuðningur hópsins skapa umhverfi sem hvetur til vellíðunar, jákvæðni og nýrra tengsla.
Ferðirnar eru jafnframt frábær hvatning til áframhaldandi hreyfingar í daglegu lífi. Þú kemur heim endurnærð/ur, með aukna orku og jafnvel nýja æfingafélaga.
Þetta eru ferðalögin þar sem þú fjárfestir í eigin vellíðan, bæði andlega og líkamlega.
bottom of page