Italia 7 nætur | Heillandi Heimur
top of page
chervo_golf5_gallery-1024x768.jpg
GOLF Á ÍTALÍU

CHERVO GOLF HOTEL OG SPA RESORT 

Á einum fegursta stað á Ítalíu, í nágrenni við Gardavatn, er Chervo Golf Hotel & Spa Resort sem er einstök paradís fyrir golfáhugafólk.  Þrír 9 holu golfvellir, frábær æfingaraðstaða, sundlaugar og notaleg rúmgóð herbergi. 

 

DAGSETNINGAR:

SEPTEMBER 2023

7 NÆTUR / 8 DAGAR

SKRÁNING
 VERÐ

 Verð á mann í tvíbýli

Verð  kr

SKRÁNING

 Verð í einbýli - Vinsamlegast hafðu samband og fáðu tilboð

Verð kr

SKRÁNING

CHERVÒ GOLF HOTEL & SPA RESORT SAN VIGILIO

Á einum fegursta stað á Ítalíu, í nágrenni við Gardavatn, er Chervo Golf Hotel Resort sem er einstök paradís fyrir golfáhugafólk, Chervo Golf Hotel Resort sem meðal annars var valið besta golfhótel á Ítalíu árið 2020 og er á lista yfir 20 bestu golf resort í heiminum.

 

Golfvöllurinn sem er 27 holu keppnisvöllur og síðan 9 holu æfingarvöllur ásamt glæsilegri æfingaraðstöðu. Á svæðinu er fjölbreytt úrval af afþreyingu í einkar fallegu umhverfi eins og tennisvöllur, inni og úti sundlaugar og heilsulind. 

 

Chervo Golf Hotel Spa & Resort San Vigilio er byggt umhverfis klaustrið í San Vigilio sem er frá 12. öld. Herbergin eru fallega innréttuð í antík stíl sem samræmist vel umhverfinu. Öll herbergin eru loftkæld og í þeim má finna minibar, sjónvarp, ísskáp og frítt internet WI-FI. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn.

Veitingastaðurinn á hótelinu er innréttaður í fallegum antík stíl með notalegu rómantísku ívafi. Þar eru framreiddir gómsætir réttir með fyrsta flokks hráefnum úr héraðinu og einnig alþjóðlegir réttir, þar á meðal úr fiskafurðum. Á vínlistanum er að finna mikið úrval af léttum vínum og vínum úr héraðinu.

Eftir langan dag er upplagt að láta dekra við sig á heilsulind hótelsins þar sem boðið er upp á gufubað, eimbað, saltgrotti, vítarium og notalega slökunaraðstöðu í fallegu umhverfi. Einnig er boðið upp á úrval meðferða eins og nudd, andlitsböð ofl.

Hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna kylfinga er hægt að njóta þess að spila á stóra vellinum sem er 27 holu keppnisvöllur og stuttur 9 holu völlur. Einnig er mjög góð æfingaraðstaða á svæðinu. Eftir að hafa notið dagsins við að spila golf geta gestir slappað af á glæsilegri verönd hótelsins sem státar af víðáttumiklu útsýni eða farið í göngutúr og notið náttúrufegurðarinnar sem svæðið hefur að geyma.

Chervo Hotel Spa & Resort hefur undandfarin ár hlotið fjöldan allan af viðurkenningum fyrir golfvöllinn, hótelið og klúbbhúsið. 

Blue Water
Chervò Golf Hotel Spa & Resort San Vigilio Experience

Chervò Golf Hotel Spa & Resort San Vigilio Experience

Play Video

SKILMÁLAR

  • Staðfestingargjald greiðist inn á reikning Heillandi Heims við skráningu.

  • Hafa skal í huga við skráningu í ferð að nafn farþega sé ritað eins og á vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega að svo sé.  

  • Nánari um skilmálar Heillandi Heims er að finna í meðfylgjandi þræði SKILMÁLAR

AFBÓKUNARREGLUR

Staðfestingargjald og allar innborganir eru óndurkræfar eftir greiðslu.

Kreditkort – Reglur sem gilda um tryggingar sem fylgja kreditkortum

Ekki þarf að nota greiðslukort til greiðslu á hluta eða heild ferðar til þess að kortatrygging verði virk.  Einungis þarf að gæta þess að vera með kortið með í ferð. Við viljum hins vegar benda ykkur á að hafa samband við tryggingafélagið þitt til að kanna hvað er innifalið í kortatryggingu þinni til að ganga úr skugga um að sú trygging dugi eða hvort þörf sé á að kaupa viðbótar ferðatryggingu hjá tryggingafélagi þínu.

 

 

Allar nánari upplýsingar um ferðina gefur Ragnheiður Eiríks Friðriksdóttir, Raggý, í síma 844-6544 eða Í  tölvupósti raggy@heillandiheimur.is.

 

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info@heillandiheimur.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan og fylla út formið.

Hlökkum til að heyra frá þér.

bottom of page