top of page
Menningarferð og upplifun, menningar og upplifunarferðir, menningarferðir

Menning og Upplifun

Við leggjum áherslu á að bjóða upp á skemmtilegar ferðir þar sem markmiðið er að kynnast menningu og njóta einstakrar upplifunar. Útivist, matur, náttúruupplifun og framandi menning eru dæmi um lykilorð í menningar- og upplifunarferðunum okkar. Oft er einnig í boði hreyfing og/eða slökun. Ferðirnar henta þeim sem vilja upplifa eitthvað nýtt og spennandi.

Heillandi heimur býður upp á úrval spennandi áfangastaða allt árið um kring. Hvort sem um einstaklinga eða hópa er að ræða þá getum við sérsniðið ferðir eftir þörfum. Við leggjum áherslu á að veita faglega og góða þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef nánari upplýsinga er óskað um ferðirnar okkar vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á info@heillandiheimur.is.

Screenshot 2022-10-28 at 22.06.47.png

Pappamassanámskeið með Söru Vilbergsdóttur á Kanarí

7 dagar

113 - 20 mars 2024

Fátt jafnast á við Pappamassamótun undir berum himni í mildu loftslagi á Gran Canary á meðan vetur geisar á Íslandi. 

Myndlistarkonan Sara Vilbergsdóttir, sem kennir á námskeiðinu hefur kennt þessa tækni hér heima um nokkurra ára skeið og hefur einnig mikla reynslu af að vinna í pappamassa utandyra á heitari slóðum.

Verð frá kr. 204.700

bottom of page