Hreyfiferðir
Við munum bjóða upp á fjölbreyttar hreyfiferðir. Veldu ferðalag þar sem þú forgangsraðar sjálfum þér og færð það besta út úr fríinu með hreyfingu og gleði. Það er frábært að næra líkama og sál í nýju umhverfi fjarri daglegum áreitum. Kjörið er að nýta hreyfiferð sem hvatningu fyrir áframhaldandi þjálfun í daglegu lífi. Þú kemur heim úr verðskulduðu ferðalagi með aukna orku, jákvæðni og jafnvel nýja æfingafélaga. Til hreyfiferða teljast meðal annars gönguferðir, hlaupaferðir, hjólaferðir, skíðaferðir og aðrar útivistarferðir.
Heillandi heimur býður upp á úrval spennandi áfangastaða allt árið um kring. Hvort sem um einstaklinga eða hópa er að ræða þá getum við sérsniðið ferðir eftir þörfum. Við leggjum áherslu á að veita faglega og góða þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef nánari upplýsinga er óskað um ferðirnar okkar vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á info@heillandiheimur.is.
Zumba, styrkur, slökun, sól og teygjur á Tenerife með Tönyu
9 dagar
2 - 11 janúar 2025
Frábær ferð til Tenerife með hinni frábæru Zumba- og fitnessdrottningu Tönyu. Við ætlum að dansa Zumba, gera stryktaræfingar og teygjur. Svo ætlum við auðvitað að njóta þess að vera í sól og hita í janúar.
Verð frá:
299.300 kr.