Zumba og leikfimi ferð til Tenerife með Tönyu Svavarsdóttur í samstarfi við FEB (félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni).
Frábær ferð á eina af uppáhaldseyjum Íslendinga yfir vetrartímann - Tenerife
Þessi ferð til Tenerife er unnin í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og hafa meðlimir félagsins forgang við skráningu í ferðina.
Með okkur í för er hin frábæra Tanya Svavarsdóttir Zumba og fitness drottning. Tanya er alþjóðlega löggiltur heilsuræktar- og danskennari með yfir 30 ára reynslu. Hún er einnig jóga kennari frá Amarayoga, með kennararéttindi í H.A.F jóga auk þess að vera með tíma í Yin Yoga, Yin Fascia Yoga og Yoga nidra kennaranámi. Hún rekur Heilsuskóla Tanyu í Kópavogi, sem er dans- fitness- og jóga stúdíó sem hún stofnaði 2013. Sjálf hefur hún verið að dansa frá 3ja ára aldri
Fararstjórar ferðarinnar eru Tanya og Harpa Einarsdóttir eigandi ferðaskrifstofunnar Heillandi Heimur.
Við gistum á frábæru 4ra stjörnu hótelinu - Tigotan á amerísku ströndinni. Þetta er hótel sem einungis leyfir gesti sem eru 18 ára eða eldri. Eingöngu um 5 mínútna gangur niður að strönd. Sundlaugargarður og frábær þakgarður með sundlaug. Í boði er úrval meðferða á Vitanova Wellness heilsulindinni. Hótelið hefur nýlega opnað um 150 m2 æfingasal þar sem finna má ýmis æfingatæki, bekki fyrir lyftingar, lóð og fleira.
Dagskrá ferðarinnar
ATH morgunverður og kvöldverður á hótelinu innifalinn alla daga.
2 janúar.
Flug með Play 09:10 - 14:50. Rúta frá flugvelli að hóteli.
3 janúar.
Morgunverður
10:00 - 10:45 Zumba dansfjör.
4 janúar.
Morgunverður
10:00 - 10:45. Mjúkar teygjur, jafnvægis - og styrkjandi æfingar.
5 janúar.
Morgunverður. Frjáls dagur
6. janúar þrettándinn
Morgunverður
10:00 - 10:45. Zumba dansfjör
7. Janúar
Morgunverður
10:00 - 10:45. Mjúkar teygjur, jafnvægis- og styrkjandi æfingar
12:00 - 14:00. Ganga meðfram strandlengjunni frá Play de las Americas til Costa Adeje
8. janúar
Morgunverður
10:00 - 10:45. Zumba dansfjör
9 janúar.
Morgunverður
10:00 - 10:45. Mjúkar teygjur, jafnvægis- og styrkjandi æfingar
10 janúar
Morgunverður
0:00 - 10:45. Zumba dansfjör
11. janúar
Morgunverður
Heimferð flug með Play 15:50 - 21:35.
VERÐ KR 299.300 - Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI
Aukakostnaður miðað við einn í hergbergi kr. 79.500,-
Innifalið í verði er:
-
Flug til og frá Tenerife með Play
-
Akstur milli flugvallar og hótels á Tenerife
-
Gisting á 4* hótel Tigotan
-
Morgunverður og kvöldverður á hótelinu
-
Dagskrá sbr hér að ofan.
-
Íslensk fararstjórn