Skíðaferðir
Heillandi heimur býður upp á skíðaferðir til Ítalíu veturinn 2023
Hvort sem um einstaklinga eða hópa er að ræða þá getum við aðstoðað við að skipuleggja skíðaferðina eftir þörfum hvers og eins.
Heillandi Heimur býður upp á fjölbreytta gistimöguleika á Ítalíu. Í Selva eru þriggja stjörnu hótelin tvö, annars vegar Hotel Garni Concordia og hinsvegar Garni Hotel Franca. Hótelin eru staðsett hlið við hlið á frábærum stað í um 150 metra fjarlægð frá skíðaleigu og skíðalyftum Nives. Skíðalyfturnar í Nives tengjast öllum helstu skíðaleiðum á svæðinu og er því úr mörgum skemmtilegum skíðasvæðum að velja.
Einnig eru tvo hótel í Ortisei, Hotel Angelo Engel sem er fjögurra stjörnu hótel og Bed & Breakfast Villa Angelino sem er þriggja stjörnu hótel. Þessi hótel eru einnig staðset hlið við hlið og gestir B&B Villa Angelino hafa aðgang að glæsilegri sundlaug Hótel Angelo Engle sem liggur á milli hótelanna. Hótelin eru staðsett í um 150 metra fjarlægð frá skíðalyftum, Alpe di Siusi, Rasciesa og Seceda/Sellaronda.