top of page
Skipiste-saalbach-hinterglemm.jpg
Skíðaferð til Saalbach Hinterglemm Austurríki

Saalbach Hinterglemm,  Austurríki

1 - 8 mars 2025

7 dagar

Saalbach 2.jpg

Austuríki er algjör paradís þegar kemur að góðum skíðasvæðum.  Saalbach Hinterglemm er eitt af þeim svæðum. 

 Svæðið býður upp á mikið úrval af brekkum við allra hæfi og gestir gefa Saalbach Hinterglemm 5 stjörnur (fullt hús stiga) fyrir "Aprés ski".

VERÐ KR. 383.900,-

á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi

1/2 fæði innifalið, morgunverður og kvöldverður

 

Aukakostnaður vegna eins manns herbergis kr. 68.700,-

Drífa.webp

Fararstjóri í þessari ferð er Drífa Harðardóttir, skíðadrottning.

​Drífa brosir breiðast í skíðabrekkunni með skemmtilegu og jákvæðu fólki. Leiðarljós hennar er að vera jákvæð og horfa björtum augum á tilveruna með bros á vör.   Hún hefur starfað sem sölumaður í áratugi og alltaf lagt sig fram um að eiga góð og uppbyggjandi samskipti við fólk. Hún hefur frá unga aldri stundað útivist af mörgum toga og skipulagt og leitt ýmsar tegundir útivistar til fjölda ára. 

Skíðamennska hennar hófst eins og hjá mörgum okkar í Bláfjöllum sem barn.  Þar æfði hún fram á unglingsárin.  Síðan hefur hún kynnst fjölda skíðastaða í Evrópu.  Drífa leggur mikið upp úr því að allir fái að njóta sín í brekkunum og skipuleggur hvern dag með það í huga.   Markmið hennar er að allir vakni með bros á vör og og tilbúin í slaginn og leggist brosandi til hvílu á kvöldin eftir góðan skíðadag.

Saalbach Hinterglemm er eitt af betri og stæstu skíðasvæðum í austrrísku ölpunum.  270 km af skíðabrekkum, gönguskíðasvæði og frábært úrval af börum og veitingastöðum í bænum og í brekkunum.  Það eru fleiri en 60 veitingastaðir (mountain huts) á svæðinu Skicircus Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn.   Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á síðum sem meta skíðasvæði um allan heim fær þetta skíðasvæði eftirfarandi mat: 

  • Vant skíðafólk (intermediate) 4 stjörnur

  • Lengra komnir (expert) 5 stjörnur - fullt hús stiga 

  • Byrjendur 4 stjörnur 

  • Snjóbretti 5 stjörnur 

  • Aprés ski 5 stjörnur

 

Sjá hér upplýsingar um skíðasvæðið

Pdf skjal yfir brekkur og lyftur  er hér  

Saalbach Hinterglemm er hluti af skíðasvæði Skicircus Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn.

Samtals er að finna á þessu svæði

  • 270 km af brekkum 

  • 70 skíðalyftur

  • 12 svartar brekkur - 18 km

  • 37 rauðar brekkur  - 112 km

  • 68 bláar brekkur  - 140 km

Á svæðinu er líka 12 km gönguskíðasvæði.

​Hótelið sem við gistum á, Hotel Saalbacher Hof, er 4ra stjörnu hótel og er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður, innifalið. Hótelið býður upp á frábæra þjónustu, aðstöðu og staðsetningu.  Um 50 mtr eru frá hótelinu að skíðalyftunum og hótelið er í miðbæ Saalbach.  

​Í heilsulind hótelsins má finna upphitaða innisundlaug, 3 mismunandi gufuböð (sauna) og slökunarherbergi. 

Screenshot 2024-10-29 at 16.17.08.png
Screenshot 2024-10-29 at 16.16.02.png
Screenshot 2024-10-29 at 16.14.17.png
Screenshot 2024-10-29 at 16.18.05.png

 

VERÐ KR 383.900 -  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI 

Aukakostnaður vegna eins manns herbergis kr. 68.700,-

Innifalið í verði er: 

  • Flug til og frá Salzburg með Icelandair

  • Akstur til og frá flugvelli að hóteli í Saalbach 

  • Gisting á 4ra stjörnu hóteli í miðbæ Saalbach

  • Hálft fæði sem innifelur morgunverð og kvöldverð

  • Íslensk fararstjórn

EKKI INNIFALIÐ:

Skíði í flugi.  Aukakostnaður ef taka á skíðin með er kr. 13.800 báðar leiðir ef bókað er áður en farseðill er gefinn út.

Skíðapassi kostar €405 fyrir 6 daga.  og innfelur aðgang að skíðasvæði Skicircus Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn,

Schmitten í Zell am See, Kitzsteinhorn og Maiskogel in Kaprun.

 

FLUG MEÐ ICELANDAIR

Beint flug með Icelandair frá KEF til Salzburg þann 1 mars kl. 08:00 - 12:50

Beint flug með Icelandair frá Salzburg til KEF þann 8 mars kl. 14:00 - 17:30 

Saalbach.jpg
Screenshot 2024-10-29 at 16.14.17
Screenshot 2024-10-29 at 16.15.17
Screenshot 2024-10-29 at 16.16.02
Screenshot 2024-10-29 at 16.16.40
Screenshot 2024-10-29 at 16.17.08
Screenshot 2024-10-29 at 16.18.05
Screenshot 2024-10-29 at 16.16.02
Screenshot 2024-10-29 at 16.16.40
Screenshot 2024-10-29 at 16.18.05
Skipiste-saalbach-hinterglemm
IMG_1284
Saalbach
Saalbach 3
Saalbach 1
Saalbach 4

Hafðu samband

Takk fyrir skilaboðin. Við munum svara eins fljótt og auðið er.

bottom of page