top of page
KVEIKTU NEISTANN INNRA MEÐ ÞÉR, EFLDU SKÖPUNARKRAFTINN OG TÖFRANA ÞÍNA

KVEIKTU NEISTANN INNRA MEÐ ÞÉR, EFLDU SKÖPUNARKRAFTINN OG TÖFRANA ÞÍNA Í MAROKKÓ. 

27 mars - 3 apríl 2025

7 NÆTUR 

Þetta er námskeið fyrir þá sem langar að leika sér meira, stækka andann með rödd, tónlist og hreyfingu. Vekja sköpunarkraftinn, fara nær sjálfinu og lita hlæjandi út fyrir kassann.

 

VERÐ KR. 260.00 á mann miðað við 2 saman í herbergi

VERÐ KR. 316.000  á mann miðað við 1 í herbergi (ath. einungis 4 slík herbergi í boði)

Uppselt er í ferðina en við hvetjum áhugasama að skrá sig á biðlista fyrir þessa ferð og/eða næstu ferð.

ATHUGIÐ að flug er ekki innifalið í þessari ferð.  Bent er á flug með Play til Marrakesh (RAK)

KOMDU MEÐ OKKUR TIL AÐ EFLA SKÖPUNARKRAFTINN ÞINN í MAROKKÓ

TÖFRABARNID / TÓNHEILUN - KUNDALINI / YIN YOGA - WEAVING MED RÖDD / ECSTATIC DANS - CACAO / HUGLEIDSLA

Vinirnir Kolbrún Ýr, Danni, Nikkó og Dóra hafa sett saman námskeið fyrir þá sem langar að leika sér meira, stækka andann með rödd, tónlist og hreyfingu. Vekja sköpunarkraftinn með þvi að fara nær sjálfinu og lita hlæjandi út fyrir kassann. Á andlega ferðalaginu er áherslan skiljanlega oft á alvarleikann og þyngslin, okkur langar að vinna með opnun og forvitni. 

 

LEIDBEINENDUR ERU:

HALLDÓRA GEIRHARÐS LEIKKONA

Dóra, hefur starfað sem leikkona í 30 ár, prófessor við LHÍ í 6 ár og hefur mikla reynslu af spunaleik og samvinnu í hóp.  Hennar sjónarmið gengur alfarið út á það að öll stækkun sköpunarinnar fari fram í kærleika, töfrabarnið innra með þér þarf að finna til öryggis til að þora að sýna sig og fá hugrekki til að dansa eða flytja ljóð.

NICOLAS VÍSINDA- OG LEIÐSÖGUMAÐUR

Nikkó, hefur starfað sem leiðsögumaður og sem taugalífeðlisfræðingur við rannsóknir á svefni, Alzheimers og við segulörvun á framheila við meðferðarþrátt þunglyndi. Hann hefur haldið fyrirlestra um virkni heilans fyrir leikmenn og hefur lokið Reiki I og II og Gong-spilun I.

Hann bjó í Marokkó frá 4-5 árá aldri og lærði arabísku en er búinn að steingleyma öllu. Hann vinnur að því að starfsheitið heilaheilari verði viðurkennt (grín).

KOLBRÚN ÝR JÓGAKENNARI & HEILARI,

Kolbrún er heilari og jógakennari og hefur haldið ótalmörg námskeið í sjálfs- og orkuvinnu. Kolbrún er Reiki- & Kundalini-Reikimeistari, Hatha, Yin, Nidra og áfalla og streitu jógakennari. Hún er með Ma. Diplóma í jákvæðri sálfræði og er andlegur einkaþjálfari með núvitundar og öndunar kennara réttindi & eigandi Lifðu betur með þér

DANÍEL TÓNLISTARMADUR & HEILARI

Danni, hefur verið hljóðfæraleikari í rúm 38 ár og gefið út plötu nánast annað hvert ár í yfir 30 ár, síðustu 10 ár undir listamannsnafninu TRPTYCH. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem tónheilari í Eden Yoga & Yoga Shala. Hann er Reiki meistari, með B.A. í grafískri hönnun, animation & félagsfræði.

Screenshot 2024-12-09 at 21.59.01.png
Kolbrún mynd_edited.jpg
Danni_edited.png
Screenshot 2024-12-09 at 21.52.15.png

Námskeiðið fer fram rétt utan við borgina Essaouira við strendur Atlandshafsins.  Allir morgnar hefjast hjá Kolbrúnu með orkuflæði, jóga og hugleiðslu.  Við borðum morgunmat og eftir það er unnið í 2-3 tíma. 

Daníel og Kolbrún leiða þig áfram í radd- &  tónlistarvefnaði ásamt kundalini-reiki orkuvinnu og tónheilun. 

Halldóra brýtur upp hreyfimynstrin og lyftir töfrabarninu. 

Nicholas leiðir hópinn inn á lendur heilans og leiðir þig um töfra Essaouira.

 

Um miðjan dag er dásamlegt að falla innávið við sundlaugarbakkann eða fara inn til Essaouira. Kvölddagskrá 3 kvöld með cacao og dansi, slökun, möntrusöng, Kundalini-Reiki eða njótum þess að ráða okkar eigin töfraplani.  Við dveljum 6 nætur í Essaouria & 1 nótt á Rijadi í Marrakesh.

Leikregla námskeiðsins er að við neitum ekki áfengis þessa viku og  styrkjum með því kjöraðstæður töfranna.

Gisting:

Gist er í 6 nætur á Hótel Les Jardins De Mogador yoga et SPA í Essaouria.  Síðustu nóttina er gist á Rijadi í Marrakesh.

Screenshot 2024-12-09 at 21.51.44.png
Screenshot 2024-12-09 at 22.13.38.png
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.17.png
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.11.png
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.03.png

VERÐ KR. 260.00 á mann miðað við 2 saman í herbergi

VERÐ KR. 316.000  miðað við 1 í herbergi

Innifalið í verði:

- 6 nætur á fallegu hóteli rétt fyrir utan Essaouira

- 1 nótt á fallegu hóteli í Marrakesh

- Morgunverður alla dagana

- 5 x hádegisverður á námskeiðsdögum í Essaouira 

- Ferðir á milli Marrakesh og Essaouira 27. mars og 2. apríl.

- 6 daga námskeið, leiðsögn um borg og bæ, 3 einstakar kvöldstundir

- Skemmtilegt og töfrandi námskeið með Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu, Kolbrúnu Ýri Gunnarsdóttur jógakennara & heilara, Daníeli Þorsteinssyni tónlistarmanni & heilara og Nicolas Blin heilaheilara, vísinda- & leiðsögumanni.

Screenshot 2024-12-09 at 22.13.38
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.03
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.11
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.17
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.25
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.34
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.44
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.52
Screenshot 2024-12-09 at 21.51.59
Screenshot 2024-12-09 at 21.52.05
Screenshot 2024-12-09 at 21.52.15
bottom of page