top of page
Gradient

​Sérferðir hópa

Fundir - ráðstefnur - hvataferðir - árshátíðarferðir

Við byggjum á áralangri reynslu af skipulagningu ýmissa ferða og viðburða, meðal annars hvataferða, árshátíða, ráðstefna og funda. Ástríða okkar liggur í velferð, ánægju og upplifun gesta. Við klæðskerasníðum hvert verkefni að þörfum viðskiptavinarins og vinnum með þemu tengd hverju því málefni sem viðburðurinn samanstendur af svo sem heilsu og hreysti, starfsánægju og hvatningu.

Markmið okkar er að þeir viðburðir sem við vinnum með verði árangursríkir og að skipuleggjandi geti verið öruggur um að umgjörðin sé í góðum og traustum höndum. Á þann hátt getur skipuleggjandinn einbeitt sér að innviðum og innihaldi viðburðarins. Við vinnum með markmið viðskiptavina og innan þess fjárhagslega ramma sem settur hefur verið. Við getum aðstoðað við að bóka rétta vettvanginn, gistingu, skemmtiatriði, ræðumenn og hvað annað sem þarf til þess að gera viðburðinn árangursríkan og skemmtilegan. Auk þessa bjóðum við upp á að skipuleggja skoðunarferðir, makaferðir, kokteila og hvaðeina sem  óskað er eftir.

Heillandi heimur býður upp á úrval spennandi áfangastaða allt árið um kring. Hvort sem um einstaklinga eða hópa er að ræða þá getum við sérsniðið ferðir eftir þörfum. Við leggjum áherslu á að veita faglega og góða þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef nánari upplýsinga er óskað um ferðirnar okkar vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á info@heillandiheimur.is.

Sérferðir hópa

Það er fátt sem jafnast á við ferðalag í góðum hópi vina eða ættingja. Við höfum mikla reynslu af skipulagningu alls kyns ferða út um allan heim og höfum sérlega gaman af því að hjálpa öðrum að setja saman ógleymanlega upplifun. Öll höfum við okkar sérstöku óskir og hugmyndir um hvernig hið fullkomna frí á að vera. Ert þú í hópi sem langar í hjólaferð í Evrópu, golf í Afríku eða vínsmökkun á Ítalíu? Við vinnum með þessar óskir og sérsníðum ferðina þannig að allir komi endurnærðir og glaðir heim.

Hvataferðir

Hvataferðir eru frábær leið til að umbuna og hvetja starfsfólk.  Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar við skipulagningu ógleymanlegra ferða þannig að fólk komi heim fullt af orku og með tilhlökkun til að gera enn betur. 

Ævintýraferð til Afríku, slökun á ströndum Sardiníu eða skemmtileg borgarferð, við upp á ferð sem hentar þínum hópi.

Árshátíðir

Sparaðu tíma og fyrirhöfn og fáðu sérfræðinga í verkefnið.

Hjá mörgum fyrirtækjum er árshátíðin hátindur ársins fyrir starfsfólkið. Mikill spenningur er oft fyrir árshátíðinni og starfsmenn mæta með tilhlökkun og bros á vör. Undirbúningur og skipulagning árshátíðarinnar er afar mikilvægur þáttur í því að gera árshátíðina eftirminnilega. Við höfum langa reynslu við skipulagningu árshátíða og annarra viðburða.  

Hlédrag (Retreat)

Ert þú jógakennari, núvitundarleiðbeinandi eða markþjálfi og vilt gjarna bjóða upp á endurnærandi ferð með hóp? Ferðalög, heilsa og velferð fólks er okkar ástríða. Við bjóðum upp á aðstoð við skipulagningu á hlédragi eftir óskum viðskiptavina.

Ef þú ert með góða hugmynd að hlédragi getum við aðstoðað við að setja saman rétta umgjörð. Við höfum reynsluna í að setja saman frábæra pakka með gistingu og öðru því sem til þarf.

Dæmi um áherslu í hlédragi:

  • Jóga

  • SPA

  • Núvitund

  • Hugleiðsla

  • Hreinsun

Ráðstefnur/fundir

Skipulagning á fundi, starfsmannadegi eða ráðstefnu, við erum með réttu lausnina fyrir þig.

 

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum. Með þekkingu og áralangri reynslu okkar á skipulagningu viðburða og öllu sem því fylgir geta viðskiptavinir treyst okkur fyrir umgjörðinni og einbeitt sér að öðrum þáttum verkefnisins. Það er draumur hvers skipuleggjanda að þátttakendur hafi fulla orku og athygli á meðan viðburði stendur.  Með það í huga komum við með hugmyndir til að gera það að veruleika.

Gradient

Hafa samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan og fylla út formið.

Lake Landscape
bottom of page