Sestriere Ítalíu | Heillandi Heimur
top of page
02_Vialattea.jpg

SKÍÐAFERÐ TIL SESTRIERE ÍTALÍU

Grand hotel Sestriere Ítalía 7 NÆTUR + 2 nætur Mílanó

Ítalía hefur lengi verið afar vinsælt skíðasvæði fyrir Íslendinga. Sestriere hefur hins vegar ekki verið mikið kynnt hér á landi.  Þetta skíðasvæði er á NV Ítalíu við landamæri Frakklands og Ítalíu og er hluti af hinu þekkta "Milky Way" skíðasvæði. 

DAGSETNINGAR

6 - 15 MARS 2023

9 NÆTUR / 9 DAGAR

2 NÆTUR Á 4RA STJÖRNU HÓTELI Í MÍLANÓ

Upplýsingar um ferðina veitir Harpa - harpa@heillandiheiimur.is​    sími 8223890

VERÐ

Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur í Mílanó og 7 nætur með hálfu fæði í Sestirere - Standard herbergi 

Verð 263.700 kr á mann 

Verð á mann í eins manns herbergi í 2 nætur í Mílanó og 7 nætur með hálfu fæði í Sestirere - Standard herbergi 

Verð 339.900 kr á mann 

Nú ætlum við að skella okkur á skíði á nýjan áfangastað  - Sestriere.  Þetta er eitt af fremstu skíðasvæðum Ítalíu við landamæri Ítalíu og Frakklands.  Skíðasvæðið í Sestriere tengist hinu þekkta Milky Way svæði sem tengir saman sex skíðasvæði í Frakklandi (Montgenèvre) og á Ítalíu.  Á síðum sem meta skíðasvæði um allan heim fær Sestriere eftirfarandi mat (stjörnugjöf frá einum upp í fimm)

  • Lengra komnir (experts)      

  • Vanir (Intermediate)                

  • Byrjendur                                        

Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir á Milky Way árið 2006.  Þar með voru meðal annars settar upp mjög hraðvirkar lyftur, sem þýðir minni biðtími lyftur.  Vinælustu skíðasvæðin á Milky Way eru Montgenévre í Frakklandi og Sestriere

og Sauze d'Olux á Ítalíu.

Sestriere er eitt af hæstu skíðasvæðum Ítalíu í 2.035 m hæð og hæsta lyfta í 2.840 metrum.  Skíðatímabilið er því langt og enn frábært færi í byrjun mars.  Yfirleitt er þetta svæði opið fram í miðjan apríl.

Samtals er að finna á Milky Way skíðasvæðinu annars vegar og Sestriere hins vegar: 

Í þessari ferð setjum við saman borgarferð og skíðaferð. Flogið er til Mílanó með Wizz air.  Lent er nokkuð eftir miðnætti og því tilvalið að gista fyrstu tvær næturnar í Mílanó. Hvíla sig vel eftir seint flug, taka einn dag og njóta og skoða Mílanó og leggja svo snemma af stað frá Mílanó til Sestriere á þriðja degi. Gist er á 4ra stjörnu hóteli miðsvæðis í Milanó.

GISTING - Grand hotel Sestriere

Frábært 4ra stjörnu  hótel miðsvæðis í bænum

  • 500 m frá skíðalyftum

  • Veitingastaður og bar

  • Heilsulind með heitum potti og sauna 

  • Frí skutla í lyftur

  • Hægt að uppfæra í herbergi með svölum.

VERÐ KR 268.500 -  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI 

Aukagjald miðað við einn í herbergi er kr. 73.200,-

 

Innifalið í verði er: 

  • Flug til og frá Mílanó með Wizz air

  • Gisting með morgunverði í 2 nætur í Milanó

  • Akstur til og frá Sestriere/Mílanó

  • Hálft fæði sem innifelur morgunverð og kvöldverð á Grand hótel Sestriere

  • Íslensk fararstjórn

EKKI INNIFALIÐ:

Skíði í flugi.  Skíðapassi.

 

FLUG MEÐ WIZZ AIR

Beint flug með Wizz air frá KEF til Mílanó þann 6 mars kl. 21:35 - 02:50 (+1)

Beint flug með Wizz air frá Mílanó til KEF þann 15 mars kl. 14:05 - 17:55

03_Vialattea.jpg
IMG_9164-1024x682.jpeg
59-web_mini-1024x684.jpg
IMG_9153-1024x682.jpeg
Z6A_5722-HDR-1024x681.jpeg

Sestriere:

  • 400 km af skíðasvæði

  • 498 km af merktum skíðabrekkum

  • 92 lyftur

  • 42 svartar brekkur

  • 118 rauðar brekkur

  • 54 bláar brekkur

  • 7 grænar brekkkur

Pdf skjal yfir brekkur og lyftur í á Milky way skíðasvæðinu er hér 

Milky Way:

  • 933 km af skíðasvæði

  • 498 km af merktum skíðabrekkum

  • 175 lyftur

  • 114 svartar brekkur 

  • 309 rauðar brekkur 

  • 142 bláar brekkur

  • 33 grænar brekkur ​

 

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info@heillandiheimur.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan og fylla út formið.

Hlökkum til að heyra frá þér.

bottom of page