
STJÚPUHITTINGUR Á MADEIRA!
Gefðu þér hlé frá amstri dagsins og taktu þátt í einstökum stjúpuhittingi á Madeira – þar sem fræðsla, stuðningur og skemmtileg samvera mætir stórbrotinni náttúru og hlýju sólinni.
17. - 24. febrúar 2026
7 NÆTUR
Lágmarksþátttaka er 10 manns

Viltu kynnast öðrum stjúpmæðrum, styrkja seigluna þína og finna gleðina í hlutverki sem getur bæði verið krefjandi og gefandi? Þá er þessi ferð fyrir þig!
VERÐ KR. 320.450, - á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi
VERÐ KR. 411.250, - á mann miðað við 1 fullorðinn í herbergi
Stjúpuhittingur í sólinni - einstakt námskeið og ferðalag
Í þessari vikuferð sameinum við fræðslu, hvíld og skemmtun í einu fallegasta og litríkasta umhverfi Evrópu, Madeira. Eyjan er þekkt fyrir stórbrotna náttúru, milda veðráttu, gróskumikla blómadýrð og fallegar strandlengjur sem bjóða upp á slökun og orku á sama tíma.
Leiðbeinendur námskeiðsins eru þær Valgerður og Hrefna.
Valgerður Halldórsdóttir er félags- og fjölskylduráðgjafi, MA og ritstjóri stjuptengsl.is. Hún hefur alla ævi búið í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu og er bæði með persónulega reynslu – og faglega þekkingu á stjúptengslum. Hún er m.a. menntaður félags- og fjölskylduráðgjafi og með sérfræðiviðurkenningu í fjölskylduráðgjöf. Valgerður býður upp á ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur og hefur haldið fjölmörg námskeið um stjúptengsl. Jafnframt hefur hún skrifað fjölda greina og gaf út bókin “Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl (Forlagid.is).
Hrefna Guðmundsdóttir vinnu og félagssálfræðingur, MA. Ritstjóri hamingjuvisir.com. Einn af stofnendum og fyrsti formaður félags um jákvæða sálfræði. Framhaldsskólakennari og rak félagsmiðstöð um skeið. Með markþjálfunarréttindi og býður upp á sjálfseflandi námskeið m.a. fyrir einstaklinga í Virk og hjá Endurmenntun Háskólans á Akureyri. Er aðstoðarkennari í Jákvæðri leiðtogafærni og í áfanganum Stjórnað af list, í MA námi í Háskólanum á Bifröst. Munum krydda með hláturjóga og Qi gong undir berum himni. Höfundur að bókunum:
,,Why are Icelanders so Happy?” (2018) og
,,From Reykjavík to Penang, Stories of Love and Happiness” (2024).


Fræðsla - gleði - slökun !
Ferðin er hugsuð bæði sem fræðslu og skemmtiferð. Hópurinn mun kynnast vel og fá hagnýt verkfæri til að vinna með. Við munum fá svigrúm til að kynnast menningu og afþreyingu á svæðinu eins og hverjum og einum hugnast í bland við að kynnast og upplifa saman.
Markmiðið er að skapa lifandi og skemmtilegt námskeið þar sem við nærum bæði sálina og eflum styrkinn sem býr innra með okkur öllum. Samvera, fræðsla og stuðningur hópsins gerir ferðina einstaka og vinkonubönd geta orðið til sem endast langt umfram þessa ferð.
🌿 Námskeiðið verður í 4 daga af vikunni.
Valgerður mun fjalla um hlutverk stjúpmæðra og margvíslegar tilfinningar tengdar hlutverkinu. Margar konur eru í vafa um hvað á og má, jafnvel hvort tilfinningar þeirra eigi rétt á sér. Á námskeiðinu verður fjallað um algengar spurningar sem tengjast hlutverkinu s.s. hvenær megi segja stjúpbörnum til? Hvað megi gera til að bæta tengsl við stjúpbörnin? Bæta eigin líðan? Sambandið? Minnka áhrif fyrrverandi?
Oft skortir stuðning, viðurkenningu og þekkingu sem gerir það að verkum að mörgum stjúpmæðrum finnst að þær hafi misst stjórn á lífi sínu. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir stjúpmæðra og hvað sé í þeirra valdi að móta og hafa áhrif á.
Hrefna mun svo leiða ykkur inn í heim jákvæðrar sálfræði.
Á fjórum dögum fáum við hagnýta fræðslu, verkfæri og stuðning í öruggu umhverfi þar sem allir skilja og geta speglað sig hver í öðrum.
-
Valgerður fjallar um hlutverk stjúpmæðra, áskoranir og tilfinningar sem fylgja – og hvernig við getum bætt tengsl, samband og eigin líðan.
-
Hrefna leiðir okkur inn í heim jákvæðrar sálfræði þar sem við vinnum með seiglu, styrkleika og bjartsýni, prófum inngrip á eigin skinni og lærum að beina athyglinni að því sem raunverulega skiptir máli.
Dagarnir samanstanda af:
-
Fyrirlestrum og hópavinnu (alls 24 klukkustundir yfir 4 daga).
-
Valfrjálsri þátttöku í hugleiðslu, hláturjóga og Qi gong.
-
Frjálsum tíma til að kanna eyjuna, njóta menningar, strandlengja og náttúrufegurðar Madeira.




Markmið ferðarinnar
Lifandi og skemmtilegt námskeið þar sem er staldrað við og við nærum það heilbrigða og góða í okkar lífi, á sama tíma og tekist er á við krefjandi verkefni. Vinnum að því að gera lífið bæði viðráðananlegra og fyrirsjáanlegra.
Námskeiði er fyrir stjúpmæður, konur sem eiga maka, kærasta eða kærustu sem á barn eða börn úr öðru sambandi.
Námskeiðið er í fjóra daga, og skipta þær Valgerður og Hrefna deginum á milli sín.
Innlegg og hópavinna, fyrir hádegi í 3 tíma frá kl. 9.00 til 12.00 og innlegg og hópavinna eftir hádegi í 3 tíma frá kl. 13.00 til 16.00. Alls 24 tímar. Restin er bara hvíld og valkvæð þátttaka í hugleiðsu, hláturjóga og Qi gong æfingum.
Af hverju Madeira? 🌞
Madeira er draumastaður fyrir svona ferð – mild og sólskinsrík eyja með stórbrotna fjallasýn, græna skóga og litrík blóm. Hér finnur þú bæði kyrrð og ævintýri; hægt er að njóta gönguleiða með útsýni yfir Atlantshafið, rölta um falleg götumarkaði í Funchal, slaka á við sjóinn eða upplifa menninguna sem eyjan hefur að bjóða.
✨ Þessi ferð er bæði nærandi námskeið og einstök upplifun – tækifæri til að staldra við, næra sjálfa þig og styrkjast í fallegu umhverfi með konum sem deila svipuðum sporum.
Gistingin
Hótelið sem gist er á, Pestana Quinta Perestrello, er fallegt 4 stjörnu hótel í gömlum herragarði með sjarma 19. aldar Quinta-eignar. Staðsetning hótelsins er fullkomin, stutt göngufjarlægð frá miðbæ Funchal býður upp á fallega sjávarsýn.
Hótelið býður upp á sundlaug, sauna, tyrknesku baði og líkamsræktaraðstöðu. Einnig er aðgangur að annarri útisundlaug og innilaug á systurhótelum sem eru samtengd þessu hóteli.
Í boði eru bæði veitingastaðir og barir á systurhótelunum.




VERÐ KR 320.450 - Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI
VERÐ KR 411.250 - Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINN Í HERBERGI
Innifalið í verði er:
-
Flug með Play til og frá Madeira
-
Akstur frá flugvelli á Madeira á hótel og til baka á brottfarardegi
-
Gisting á 4* hóteli í Funchal
-
Námskeið með Valgerði og Hrefnu í 4 daga
-
Morgunverður á hótelinu alla daga
-
Hádegisverður og síðdegishressing námskeiðsdaga (4 dagar)
Skilmálar
Staðfestinargjald kr 100.000 greiðist við bókun.
Eftirstöðvar greiðist í síðasta lagi 60 dögum fyrir brottför (20. desember 2026).
Greiðslur eru óendurkræfar.