top of page
Screenshot 2025-11-08 at 14.19.05.png
STJÚPUHITTINGUR Á KANARÍ !

Gefðu þér hlé frá amstri dagsins og taktu þátt í einstökum stjúpuhittingi á Gran Canari – þar sem fræðsla, stuðningur og skemmtileg samvera mætir stórbrotinni náttúru og hlýrri sólinni.

Viltu kynnast öðrum stjúpmæðrum, styrkja seigluna þína og finna gleðina í hlutverki sem getur bæði verið krefjandi og gefandi?   Þá er þessi ferð fyrir þig!

VERÐ KR. 357.450, - á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi 

VERÐ KR. 411.250, -  á mann miðað við 1 fullorðinn í herbergi

9 - 16 mars 2026    7 NÆTUR

Lágmarksþátttaka er 10 manns

185f29793df33c4810f68e1d06504b4abe307811-1600x1066.jpg

Stjúpuhittingur í sólinni - einstakt námskeið og ferðalag 

Í þessari vikuferð sameinum við fræðslu, hvíld og skemmtun á einni vinsælustu sólarströnd Íslendinga – Gran Canaria.

Þessi dásamlega eyja er þekkt fyrir milda veðráttu allt árið, langar gylltar sandstrandir, líflega og litríka bæi og fjölbreytta náttúru – frá mjúkum ströndum til grænna hlíða. Hér er auðvelt að slaka á, njóta góðrar samveru og fylla á batteríin í leiðinni.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru þær Valgerður og Hrefna.

​​Valgerður Halldórsdóttir er félags- og fjölskylduráðgjafi, MA og ritstjóri stjuptengsl.is. Hún hefur alla ævi búið í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu og er bæði  með persónulega reynslu – og faglega þekkingu á stjúptengslum.  Hún er m.a. menntaður félags- og fjölskylduráðgjafi og með sérfræðiviðurkenningu í fjölskylduráðgjöf.  Valgerður býður upp á ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur og hefur haldið fjölmörg námskeið um stjúptengsl. Jafnframt hefur hún skrifað fjölda greina  og gaf út bókin “Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl (Forlagid.is).

Hrefna Guðmundsdóttir  vinnu og félagssálfræðingur, MA. Ritstjóri hamingjuvisir.com. Einn af stofnendum og fyrsti formaður félags um jákvæða sálfræði. Framhaldsskólakennari og rak félagsmiðstöð um skeið. Með markþjálfunarréttindi og býður upp á sjálfseflandi námskeið m.a. fyrir einstaklinga í Virk og hjá Endurmenntun Háskólans á Akureyri. Er aðstoðarkennari í Jákvæðri leiðtogafærni og í áfanganum Stjórnað af list, í MA námi í Háskólanum á Bifröst. Munum krydda með hláturjóga og Qi gong undir berum himni. Höfundur að bókunum:

,,Why are Icelanders so Happy?” (2018) og 

,,From Reykjavík to Penang, Stories of Love and Happiness” (2024). 

vallyhrefna125.jpg
vallyhrefna225.jpg
que-visitar-en-gran-canaria-1.jpg

Nánari upplýsingar um námskeiðið veita:

Valgerður Halldórsdóttir  stjuptengsl@stjuptengsl.is   og   Hrefna Guðmundsdóttir   Hrefnagudmunds@simnet.is

Fræðsla - gleði - slökun sól !

Ferðin er hugsuð bæði sem fræðslu og skemmtiferð. Hópurinn mun kynnast vel og fá hagnýt verkfæri til að vinna með. Við munum fá svigrúm til að kynnast menningu og afþreyingu á svæðinu eins og hverjum og einum hugnast í bland við að kynnast og upplifa saman.

Markmiðið er að skapa lifandi og skemmtilegt námskeið þar sem við nærum bæði sálina og eflum styrkinn sem býr innra með okkur öllum. Samvera, fræðsla og stuðningur hópsins gerir ferðina einstaka og vinkonubönd geta orðið til sem endast langt umfram þessa ferð.

🌿 Námskeiðið verður í 4 daga af vikunni.

Valgerður mun fjalla um hlutverk stjúpmæðra og margvíslegar tilfinningar tengdar hlutverkinu. Margar konur eru í vafa um hvað á og má,  jafnvel hvort  tilfinningar þeirra eigi rétt á sér. Á námskeiðinu verður fjallað um algengar spurningar sem tengjast hlutverkinu s.s. hvenær megi segja stjúpbörnum til? Hvað megi gera til að bæta tengsl við stjúpbörnin? Bæta eigin líðan? Sambandið? Minnka áhrif fyrrverandi?

 

Oft skortir stuðning, viðurkenningu og þekkingu sem gerir það að verkum að mörgum stjúpmæðrum finnst að þær hafi misst stjórn á lífi sínu. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir stjúpmæðra og hvað sé í þeirra valdi að móta og hafa áhrif á.

 

Hrefna mun svo leiða ykkur inn í heim jákvæðrar sálfræði.

Á fjórum dögum fáum við hagnýta fræðslu, verkfæri og stuðning í öruggu umhverfi þar sem allir skilja og geta speglað sig hver í öðrum.

  • Valgerður fjallar um hlutverk stjúpmæðra, áskoranir og tilfinningar sem fylgja – og hvernig við getum bætt tengsl, samband og eigin líðan.

  • Hrefna leiðir okkur inn í heim jákvæðrar sálfræði þar sem við vinnum með seiglu, styrkleika og bjartsýni, prófum inngrip á eigin skinni og lærum að beina athyglinni að því sem raunverulega skiptir máli.

 

Dagarnir samanstanda af:

  • Fyrirlestrum og hópavinnu (alls 24 klukkustundir yfir 4 daga).

  • Valfrjálsri þátttöku í hugleiðslu, hláturjóga og Qi gong.

  • Frjálsum tíma til að kanna eyjuna, njóta menningar, strandlengja og náttúrufegurðar

  • Gran Canari​​

dsc_02431.webp
maspalomas-palm-trees-1024x652.jpg
gran-canaria-artenara-018.jpg
Puerto-Mogan-2024-Harbour-View-Shutterstock-402412639-Hybris.jpg
strand-van-maspalomas.jpg

Markmið ferðarinnar

Lifandi og skemmtilegt námskeið þar sem er staldrað við og við nærum það heilbrigða og góða í okkar lífi, á sama tíma og tekist er á við krefjandi verkefni.  Vinnum að því að gera lífið bæði viðráðananlegra og fyrirsjáanlegra.

Námskeiði er fyrir stjúpmæður, konur sem eiga maka, kærasta eða kærustu sem á barn eða börn úr öðru sambandi.

Námskeiðið er í fjóra daga, og skipta þær Valgerður og Hrefna deginum á milli sín.

Innlegg og hópavinna, fyrir hádegi í 3 tíma  frá kl. 9.00 til 12.00 og innlegg og hópavinna eftir hádegi í 3 tíma frá kl. 13.00 til 16.00. Alls 24 tímar. Restin er bara hvíld og valkvæð þátttaka í hugleiðsu, hláturjóga og Qi gong æfingum.

Af hverju Gran Canaria? 🌞

Gran Canaria er draumastaður fyrir svona ferð – hlý og sólskinsrík eyja.  Hér er „eilíft vorveður“ með mildum hitum og lítilli rigningu allt árið, sérstaklega í suðurhluta eyjunnar eins og í Maspalomas. 

Eyjan býður upp á fallegar sandstrendur, frægu Maspalomas-sandöldurnar, litskrúðuga bæi og fjölbreytta náttúru – frá ströndum og klettum við sjóinn upp í græn fjallahéruð inni á miðri eyjunni. Hér finnur þú bæði kyrrð og líf.  Hægt er að njóta rólegra göngutúra, slaka á á ströndinni, skoða markaði og smábæi eða upplifa lifandi spænska stemningu á kvöldin. 

✨ Þessi ferð er bæði nærandi námskeið og einstök upplifun – tækifæri til að staldra við, næra sjálfa þig og styrkjast í fallegu og hlýju umhverfi með konum sem deila svipuðum sporum.

Gist er á Hotel LIVVO Los Calderones, fallegu 4★ „adults only“ hóteli í rólegu hverfi í Maspalomas á Gran Canaria.

Hótelið samanstendur af stílhreinum tveggja hæða svítum þar sem neðri hæðin er með setustofu og verönd, en svefnherbergi og svalir eru á efri hæð. Þetta skapar heimilislega, rúmgóða og notalega stemningu.

Á hótelinu er:

  • Falleg sundlaug með sólbekkjum og pálmatrjám

  • Heilsulindarsvæði með heitum potti, nuddpotti og saunu

  • Sólarverönd þar sem hægt er að slaka á og njóta kanaríska sólarinnar

  • Veitingastaður og bar þar sem boðið er upp á morgunverð og drykki yfir daginn

Hótelið er í ca 25 mín. göngufæri frá ströndinni, en jafnframt í rólegu umhverfi sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja slaka á, sofa vel og njóta friðsæls andrúmslofts eftir viðburðaríkan dag.

CCOO Exterior-01.jpg
CCOO Habitaciones-04.jpg
CCOO gastro-03.jpg
CCOO gastro-02.jpg
CCOO Habitaciones-08.jpg

VERÐ KR 357.450 -  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI 

VERÐ KR 411.250 -  Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINN Í HERBERGI

Innifalið í verði er: 

  • Flug með Icelandair til og frá Gran Canari

  • Akstur frá flugvelli á Kanarí á hótel og til baka á brottfarardegi

  • Gisting á 4* hóteli í Maspalomas

  • Námskeið með Valgerði og Hrefnu í 4 daga 

  • Morgunverður á hótelinu alla daga

  • Hádegisverður og síðdegishressing námskeiðsdaga (4 dagar)

Nánari upplýsingar um námskeiðið veita:

Valgerður Halldórsdóttir  stjuptengsl@stjuptengsl.is   og

Hrefna Guðmundsdóttir   Hrefnagudmunds@simnet.is

Skilmálar

Staðfestinargjald kr 100.000 greiðist við bókun.

Eftirstöðvar greiðist í síðasta lagi 60 dögum fyrir brottför (20. desember 2026).

Greiðslur eru óendurkræfar.

Blue Water

Hafðu samband

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is

Hlökkum til að heyra frá þér.

2024-004.jpg

Heillandi Heimur

Víðiteigur 4A, 270 Mosfellsbær, Ísland

info[at]heillandiheimur.is

​Sími +354 822 3890

©2021 Heillandi Heimur

bottom of page