top of page
passeiosape_veredadopicodoruivo189.jpg
GÖNGUFERÐ Á HINA DÁSAMLEGU EYJU MADEIRA

27 JANÚAR - 3 febrúar 2026

7 NÆTUR 

ATH. lágmarksþátttaka eru  16 manns 

                    Ævintýraferð til Madeira – janúar 2026 🌴


Komdu með okkur í ferð þar sem náttúran, sagan og sólin mætast. Við göngum á hæsta tind eyjunnar við sólarupprás, njótum einstaks andrúmslofts á levada-göngum og upplifum menninguna í heillandi Funchal.

                                                 ✨ Madeira bíður þín – ert þú tilbúin/n í ævintýrið?

IMG_4418.heic

Upplýsingar um ferðina veitir Harpa -  harpa@heillandiheimur.is

​sími 8223890

Ferðin er sambland af göngum og slökun á glæsilegu 5 stjörnu hóteli.  

VERÐ KR. 350.900, - á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi 

VERÐ KR. 458.900, -  á mann miðað við 1 fullorðinn í herbergi

 Gönguferðir - náttúra - skoðunarferðir

Fararstjórar ferðarinnar eru Hinrik Ólafsson ásamt leiðsögumanni frá Madeira sem verður með í öllum göngunum.  Hinrik hefur stundað leiðsögn á Íslandi í yfir tuttugu ár með erlenda ferðamenn. Hann, ásamt Drífu konunni sinni, hefur líka leitt gönguhópa um Ísland á undanförnum árum þar sem lífsgleði er höfð í fyrirrúmi.

Ævintýrið hefst 27. janúar 2026 með flugi með PLAY beint út í Atlantshafið til töfrandi Madeira. Lending er á eyjunni kl. 16:10 og þann dag gefum við okkur tíma til að njóta rólegra kvölds og undirbúa okkur fyrir ævintýrin framundan.

 

Sólarupprás á hæsta tindi Madeira.
Eitt af hápunktum ferðarinnar verður ganga á hæsta fjall eyjunnar.  Þar tökum við á móti sólinni í allri sinni dýrð, ógleymanleg upplifun. Gangan er ekki með mikilli hækkun, þannig að flestir geta notið hennar.

 

Levada-ganga – einstök upplifun
Við göngum einnig meðfram hinum frægu "levada" sem eru mjóar vatnsrásir, byggðar á 16. öld til að flytja vatn frá gróðursælum norðurhlutanum yfir í þurrari suðurhluta eyjunnar.  Í dag eru þær vinsælar gönguleiðir sem leiða okkur í gegnum skóga, fossa og stórbrotið landslag, sannkölluð náttúruferð sem aðeins Madeira býður upp á.

Funchal – saga og sjarmerandi menning.
Í höfuðborg Madeira, Funchal,  förum við í heimsókn með skipulagða leiðsögn þar sem við kynnist sögunni, arkitektúrnum og lífinu á litríku strætum bæjarins.

✨ Þessi ferð er blanda af náttúru, sögu og ævintýrum sem þú munt seint gleyma.

​Í boði er að fara á bændamarkaðinn. Í hjarta Funchal stendur hinn litríki bændamarkaður Mercado dos Lavradores.  Hann var opnaður árið 1940 og er enn í dag einn af þekktustu og litríku stöðunum í borginni, sérstaklega vinsæll hjá bæði heimamönnum og ferðamönnum. Þar finnur þú krydd, ferskan fisk, ávexti, grænmeti, blóm og handverk – algjörlega ómissandi viðkomustaður ef maður vill upplifa hjarta Funchal.

pr-11_vereda-dos-balcões-006-francisco-correia.jpg
santana_parqueflorestaldasqueimadas5-2.jpg
mercado-dos-lavradores1-digitaltravelcouple.jpg
_-pr-13_vereda-do-fanal008-francisco-correia.jpg
passeiosape_levadadodocaldeiraoverde31.jpg
7214D320-6322-497F-AD12-D4B0FC7A5089.png

Gist verður á lúxushótelinu Savoy Palace 5 * í höfuðstað Madeira, Funchal.

Hótelið er eitt af glæsilegri hótelum á Madeira.  Hótelið er nánast nýtt þar sem það opnaði dyrnar fyrir gestum árið 2019.  Á hótelinu eru 6 sundlaugar, þar af 2 innilaugar.  8 veitingastaðir og barir, glæsilegt SPA, líkamsrækt og margt fleira.

6-swimming-pool.jpg
superior-ocean-1.jpg
hsp03743.jpg
hsp07836_1.jpg
hsp05718.jpg
14-galaxia-skybar-6.jpg
hsp05710.jpg
swimming-pool-palace.jpg

VERÐ KR 350.900,-  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI

VERÐ KR 458.900,-  Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINN Í HERBERGI

Innifalið í verði 

  • Flug með Play til og frá Madeira 

    • 20kg farangursheimild​

  • Allur akstur samkvæmt dagskrá

  • Einn kvöldverður á hótelinu

  • Gönguferðir samkvæmt leiðarlýsingu

  • Gisting í 7 nætur á Savoy Palace með morgunverði

  • Íslenskur fararstjóri 

  • Leiðsögumaður frá Madeira með í öllum gönguferðum

Dagskrá: 

ATH að dagskráin er leiðbeinandi og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta henni.

Þriðjudagur 27. janúar.  Flug til Funchal Madeira með Play 11:10 - 16:10.  Akstur að hótelinu.

 

Miðvikudagur 28. janúar.  

Lagt af stað frá hóteli kl 10:00.

Gengið um Caldeirao Verde sem er gönguferð um ”levada”.

13 – 14 km; 4-5 klst.

Hækkun óveruleg

Fimmtudagur 29. janúar.

Lagt af stað frá hóteli kl 10:00

Göngurferð um hina 25 fossa - Risco.

9 - 11 km og ca 4 klst.

Föstudagur 30. janúar.

Lagt af stað frá hóteli kl 05:30.

​Sólarupprás á hæsta punkti Madeira á Pico Ruivo (1.862 mtr). Við hefjum göngu við Achada do Teixeira í um 1.600 metra hæð.  Útsýnið frá þessum punkti er stórkostlegt og engu líkt að sjá sólina koma upp á þessum fallega stað. (ath að ef ekki er útlit fyrir gott skyggni munum við breyta þessari ferð).  Ferðin tekur ca 4-5 klst.

kl 15:00 förum við í ferð á Mercado dos Lavradores, bændamarkaðinn og göngum um borgina með leiðsögn.

Laugardagur 31. janúar.

Frír dagur.

Í boði verður að fara í vínsmökkun og/eða bátsferð.

Sunnudagur 1. febrúar.

​Lagt af stað frá hóteli kl 10:00

Gengið um Fanal verada do Fanal sem er ævintrýralegur skógur sem er á lista UNESCO

3 - 5 klst ganga.

Mánudagur 2. febrúar.

Stutt gönguferð um Pico do Areeiro, sem er einn af þekktustu og vinsælustu stöðum Madeira.  Á björtum degi sést yfir stóran hluta eyjunnar – allt að norðurströnd, suðurströnd og jafnvel til Porto Santo þegar skyggni er gott.

Þriðjudagur 3. febrúar.

Flug til Keflavíkur með Play kl 17:10

passeiosape_veredadopicodoareeiro44.jpg
Blue Water

Hafðu samband

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is

Hlökkum til að heyra frá þér.

2024-004.jpg

Heillandi Heimur

Víðiteigur 4A, 270 Mosfellsbær, Ísland

info[at]heillandiheimur.is

​Sími +354 822 3890

©2021 Heillandi Heimur

Blue Water

Hafðu samband

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is

Hlökkum til að heyra frá þér.

2024-004.jpg

Heillandi Heimur

Víðiteigur 4A, 270 Mosfellsbær, Ísland

info[at]heillandiheimur.is

​Sími +354 822 3890

©2021 Heillandi Heimur

bottom of page