Persónuvernd og vefkökur
Persónuverndarstefna
Heillandi Heim er umhugað um persónuvernd og réttindi einstaklinga. Eftirfarandi persónuverndarstefnu er ætlað að tryggja persónuupplýsingar viðskiptavina og öryggi á vinnslu þeirra.
Sensational World ehf. er ábyrgðaraðili á vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á vegum Heillandi Heims. Sensational World ehf. rekur vefsíðuna heillandiheimur.is og meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Sensational World ehf. safnar persónuupplýsingum til að veita viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu og til að sérsníða þjónustu að þörfum viðskiptavina. Ferðaskrifstofum ber skylda samkvæmt regulgerðum að halda skrá yfirfarþegaupplýsingar. Sensational World ehf. vinnur eftirfarandi persónuupplýsingar, sem viðskiptavinir veita, sem eru nauðsynlegar til að efna samninga við viðskiptavini og bóka þá þjónustu sem óskað hefur verið eftir: Nafn, heimilisfang, tölvupóstfang, kennitölu, símanúmer, kyn, vegabréfsnúmer og greiðsluupplýsingar.
Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna skráningu í ferð, fyrirspurna eða starfsumsókna, þar sem skrá þarf persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Sensational World ehf. sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar. Þetta á þó ekki við um miðlun upplýsinga til verktaka eða þjónustuaðila sem eru nauðsynlegar til að bóka þá þjónustu sem óskað hefur verið eftir.
Við heimsókn á vefsíðu Heillandi Heims eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Síðan notar einnig vefkökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla, sjá nánar í vefkökustefnu.
Sensational World ehf. er heimilt að hafa samband við viðskiptavini sína vegna ferða og þjónustu sem pöntuð hefur verið, svo sem vegna áminninga um bókanir, lokagreiðslu eða ferðir. Þetta gildir jafnvel þótt viðskiptavinir séu bannmerktir í Þjóðskrá og hafi afþakkað samskipti vegna markaðssetningar.
Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar?
Sensational World ehf. geymir persónuupplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er til að nota þær til úrvinnslu. Þetta á við um allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að efna samninga við viðskiptavini og til að geta svarað öllu sem lítur að bókunum, ágreiningi eða spurningum.
Verktakar og þjónustuaðilar.
Sensational World ehf. skuldbindur sig til að miðla eingöngu upplýsingum til verktaka eða þjónustuaðila sem eru nauðsynlegar til að efna samning við viðskiptavin þ.e.a.s. bóka þá þjónustu sem óskað hefur verið eftir. Þetta á við um fyrirtæki eða þriðji aðila sem tengist ferð þinni beint og veitir þér þjónustu, svo sem hótel, flugfélög, akstursþjónusta, rekstraraðilar flugvalla, sendiráð, tollayfirvöld eða útlendingaeftirlit. Í ákveðnum tilfellum kveðja lög landa, eins og Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands, þess að flugfélög veiti landamæraeftirliti og útlendingaeftirliti tilteknar farþegaupplýsingar.
Meðferð greiðsluupplýsinga
Sensational World ehf. safnar ekki greiðslukortaupplýsingum viðskiptavina sinna. Þær greiðslur sem greiddar eru með kortagreiðslum á vefsíðum félagsins, fara beint í gegnum greiðslusíðu Saltpay. Við aðrar greiðslur svo sem símgreiðslur, er kortaupplýsingum fargað strax eftir greiðslu.
Markaðsefni
Skráir þú þig í ferð, á lista yfir kynningarefni, fyrir tilboðum, kaupir þjónustu, bókar flug hjá Sensational World ehf. samþykkir þú að fá sent markaðsefni. Þú getur skipt um skoðun hvenær sem er hvort þú vilt fá sent markaðsefni eða ekki. Til að hætta að fá markaðsefni sent getur þú gert eftirfarandi: Í markaðssamskiptum sem send eru í tölvupósti er hægt að skrá sig úr áskrift að markaðsefni með því að smella á „Afskrá af póstlista“. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti á info@heillandiheimur.is eða info@sensationalworld.is.
Samþykki, athugasemdir og kvartanir
Með því að nota vefsíðu, vörur eða þjónustu Sensational World ehf. samþykkir þú skilmála um persónuvernd, eða sbr. 1.tl. 1.mgr. 8.gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000. Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem þú lýsir ekki andstöðu við meðferð upplýsinganna. Ef þú óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Sensational World ehf. í tölvupósti á info@heillandiheimur.is eða info@sensationalworld.is.
Þú hefur einnig rétt á að leggja fram skriflega kvörtun til Persónuverndar:
Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Persónuverndarstefna þessi er endurskoðuð reglulega og áskilur Sensational World ehf. sér rétt til þess að breyta henni án fyrirvara og tekur þá nýja persónuverndarstefnan gildi þegar hún hefur verið birt.
Vefkökustefna
Vefsíða Heillandi Heims notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun gesta á vefsíðunni okkar. Vefkökur eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvu, eða í öðru snalltæki notanda. Einungis Sensational World ehf. og notandinn sjálfur hafa aðgang að skránum. Með því að vafra um síðuna samþykkir gestur heimasíðunnar notkun á vefkökum sem safna saman upplýsingum um notkun á vefjum Heillandi Heimur ehf.
Tegundir af vefkökum á vefsíðu Heillandi Heims:
-
Nauðsynlegar vefkökur sem að gera notandum kleift að ferðast um vefsíðuna og eru nauðsynlegar fyrir virkni hennar.
-
Vefkökur sem að auðvelda notkun vefsíðunnar. Til dæmis til að geyma upplýsingar í útfyllanlegum formum, hvort gestur hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði gestur kom.
Hægt er að stilla eða loka á notkun á vefkökum í ýmsum vöfrum. Hér má finna leiðbeiningar (á ensku): www.aboutcookies.org.uk/managing-cookies