top of page

Skilmálar

Hér að neðan finnur þú ferðaskilmála sem gilda í ferðum á vegum Heillandi Heims / Sensational World ehf. Við bendum þér vinsamlegast á að kynna þér skilmála okkar vel, bæði áður en kaup eiga sér stað og áður en ferð er hafin. 

Almennir ferðaskilmálar

 

1. Bókanir og upplýsingar

Upplýsingar varðandi einstaka pakkaferðir skulu koma vel og skilmerkilega fram á heimasíðu fyrirtækisins og í auglýsingum. Bókun telst bindandi fyrir farþega og ferðaskrifstofu þegar farþegi hefur greitt staðfestingargjald sem ávallt er óendurkræft. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að hætta við ferð ef slíkt er tekið fram í kynningu og auglýsingu um ferðina. Til dæmis ef miðað er við lágmarksfjölda í ferð.  Staðfestingargjald skal þá endurgreitt til farþega.   

2. Verð, verðbreytingar og greiðslur

Staðfestingargjald skal greitt við bókun og er óendurkræft, einnig ef ferðaskrifstofan riftir samningi vegna vanefnda farþega. Fjárhæð staðfestingargjalds er mismunandi eftir ferðum og vísast í skilmála hverrar ferðar fyrir sig. Einnig er vísað í skilmála hverrar ferðar fyrir sig varðandi aðrar greiðslur á ferðum.  

  

Uppgefið verð vegna ferðar getur tekið breytingum ef breyting verður á einhverjum af eftirfarandi þáttum: 

  • Flutningskostnaður, þar með talið eldsneytisverð 

  • Skattar eða greiðslur fyrir tiltekna þjónustu sbr lendingargjöld 

  • Gengi gjaldmiðla, ef gengisbreyting fer yfir 7% má ferðaskrifstofa hækka/lækka verð á ferð.  Þetta gildir þó ekki um ferð sem að fullu er greidd fyrir breytingar gjaldmiðils.    

  • Skilmálar og viðskiptareglur greiðslukorta. 

Við áskiljum okkur einnig rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu ferðar í tilfellum þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Við áskiljum okkur fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum. 

 

3. Innifalið í verði pakkaferðar

Alla jafna er flug, flugvallarskattur og gisting innifalið í ferðum. Hér vísast þó í auglýsingu á ferð þar sem skal koma skýrt fram hvað er innifalið í viðkomandi ferð. 

 

4. Afbókanir og breytingar á bókunum.

Afbókanir og breytingar skal senda skriflega á ferðaskrifstofuna á info@heillandiheimur.is. Heimilt er að gera breytingu á bókun án kostnaðar sé það gert innan 5 daga frá bókun. Sé breyting á ferð gerð síðar áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að rukka breytingagjald. Að öðru leyti vísast í skilmála hverrar ferðar. Kostnaður við breytingar á flugi fer eftir reglum þess flugfélags sem fljúga skal með, sé flug innifalið í ferðinni. 

  

Farþega er heimilt að framselja ferð sína til annars aðila svo framarlega sem það uppfylli skilyrði þjónustuaðila svo sem flugfélags, sé flug innifalið í ferð. Auka kostnaður kann að leiða af slíku framsali t.a.m. breytingargjald sem framseljandi ferðar og/eða framsalshafi eru ábyrgir á að greiða.  

 

5. Aflýsing og breytingar á ferðaáætlun.

Ef upp koma atburðir og aðstæður sem telja má ófyrirséða og eru þess eðlis að ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á og getur ekki komið í veg fyrir atburðinn, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð á afleiðingum slíkra aðstæðna/atburða.  Í þessu samhengi gæti meðal annars verið um að ræða stríð, óveður eða heimsfaraldur.  Ferðaskrifstofa skal tilkynna allar breytingar á fyrirhugaðri ferð tafarlaust.  Sé um verulega breytingu á ferð að ræða ber farþega að tilkynna til ferðaskrifstofu eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum. 

  

Ferðaskrifstofu er heimilt að fella niður ferð ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg.  Slík lágmarksþátttaka skal auglýst í kynningu á hverri ferð fyrir sig.  

 

6. Skyldur farþega

Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta þeim reglum sem gilda á hverjum stað, enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni.  
 
Farþegi sem mætir ekki á brottfararstað á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann missir t.a.m. af flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, þ.e.a.s. án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu. 

  

Farþegar sem taka þátt í hópferð þurfa að meta hvort heilsa þeirra og líkamleg geta sé í samræmi við ferðina. Ef farþegi getur ekki haldið ferðaáætlun hóps vegna líkamlegrar getur eða ef farþegi veikist í ferð er farþegi á eigin vegum og ber sjálfur ábyrgð á kostnaði sem kann að hljótast af slíkum aðstæðum.   

 

7. Tryggingar

Farþegar skulu kynna sér vel hvaða tryggingavernd þeir eru með og skilmála þeirra. Oft eru ferðatryggingar í boði fyrir handhafa kreditkorta og einnig geta farþegar keypt sér tryggingar hjá tryggingafélögum. Við bendum einnig farþegum á að vera með meðferðist sjúkratryggingakort frá Sjúkratryggingum Íslands, www.sjukra.is 

 

8. Vegabréf, áritanir og aðrar kröfur vegna ferðar.

Farþega er skilt að kynna sér vel upplýsingar um þær kröfur sem gerðar eru til þess að ferðast á þá áfangastaði sem viðkomandi ætlar til.  Ferðaskrifstofu er skylt að birta slíkar upplýsingar í kynningu á ferð.  Hafi ferðaskrifstofan sett slíkar upplýsingar í kynningu á ferð ber hún enga ábyrgð ef farþegi hefur ekki alla pappíra og gögn í lagi. 

 

Munið að skrá nöfn við bókun nákvæmlega eins og skráð er í vegabréf.

Að öðru leyti en því sem hér hefur komið fram í skilmálum er vísað í skilmála hverrar ferðar þar sem skilmálar geta verið breytilegir.

bottom of page