top of page
IMG_5585.HEIC
GÖNGU- /JÓGA- /DEKURFERÐ TIL AMORGOS GRIKKLANDI MEÐ EVU MARÍU

GRÍSKA EYJAN AMORGOS 

4 - 12 október 2024 

8 NÆTUR

Hiking (51).jpg

Frábær ferð á þessa dásamlegu grísku eyju.  

Skoðunarferðir, jóga, gönguferðir, hinn dásamlegi gríski matur, nudd, slökun, dans og gleði.

Innifalið í verði:

* Gisting á 4* hóteli í Aþenu

* Gisting á 5 stjörnu Aegialis Hotel & SPA á Amorgos

* Sigling Aþena - Amorgos - Aþena 

* Allur akstur

* Allar skoðunarferðir með leiðsögn samkvæmt dagskrá

* Morgunverður og kvöldverður alla daga

* Nesti með í gönguferðir

* Nudd, 60 mín.

* Jóga og slökun kvölds og morgna

* Grískt kvöld með söng og dansi á hótelinu.

VERÐ KR. 334.100,- á mann miðað við 2 saman í herbergi.

ATH!  Flug EKKI innifalið í þessari ferð en aðstoðum við að bóka flug sé þess óskað.

ATH. LÁGMARKSÞÁTTTAKA Í ÞESSA FERÐ ERU 8 MANNS

Dásemdarferð á grísku eyjuna Amorgos

Dekur, jóga, göngur, náttúra, yndislegur matur og gleði!

 

Nú ætlum við að skella okkur í aðra ferð til þessarar dásamlegu eyju Amorgos í Grikklandi.  Með okkur í för verður Eva María Jónsdóttur jógakennari.  Við ætlum að iðka jóga, ganga um dásamlega náttúru þessarar einstöku eyju, slaka á í sólinni og í heilsulindinni og síðast en ekki síst ætlum við að gleðjast saman.

Jógakennarinn Eva María Jónsdóttir hefur numið við skóla Kristbjargar Kristmundsdóttur og tekið námslotur víða um Ísland og í Bandaríkjunum.  Í janúar 2023 útskrifaðist hún úr 560 tíma námi í jógakennarafræðum. Eva lærði einnig að leiða Yoga Nidra hjá Kamini Desai við Integrative Amrit Institute, árið 2021.

Eva hefur haldið nokkur grunnnámskeið í jóga hjá Dans og jóga í Reykjavík. Hún hefur staðið fyrir morgunjógaiðkun á Grandanum í Reykjavík, kennt jóga hjá Dans og Jóga studio og einnig kennt á námskeiðum um gildi slökunarhugleiðslu í Lyfjafræðisafninu á Seltjarnarnesi undir nafninu Hvað gerist í jóga nidra?

Eva hefur áður dvalið á eyjunni Amorgos og stundað jóga í skjóli Aegelis hótelsins. Hún hefur umtalsverða reynslu af því að ganga um stórbrotna náttúru bæði heima og erlendis. Hún mun bjóða upp á morgunjóga hvern dag og slökunarstund fyrir kvöldmat þá daga sem dvalið er á Amorgos. Í huga Evu er fríið vel heppnað ef ferðalangar snúa til síns heima vel úthvíldir, glaðir og við góða heilsu.

Screenshot 2022-11-15 at 21.07.55.png
IMG_5598.heic

Dagskrá Aþena og Amorgos  4 - 12 október 2024

Föstudagur 4 október:   

Áætlað er að þátttakendur fljúgi til Aþenu þennan dag.  Gisting í Aþenu þess nótt er innifalin í verði.  Fyrir þá sem koma með flugi Play til Aþenu þennan dag er akstur frá flugvelli til hótels innifalinn. 

Laugardagur 5 október:   Morgunverður á hótelinu.  Hópurinn sóttur á hótelið og ekið að bryggju þar sem ferjan leggur af stað kl 07:40 til Amorgos.  Ferjusiglingin tekur um 7 klst. og 40  mín.  Lent er á eyjunni um klukkan 15.00. Hópurinn sóttur til Katapola þar sem ferjan leggur að og ekið að hótelinu.  Slökunarjóga fyrir kvöldverð á hótelinu.

Sunnudagur 6 október:   Við byrjum þennan dag eins og alla daga á eyjunni með morgunjóga.  Boðið er upp á hollan og góðan morgunverð á hótelinu frá kl 07.00.  Miðað er við að hópurinn sé klár í ferð dagsing um kl 10:00. Á dagskránni þennan dag skoðunarferð um eyjuna.  Ætlunin er að heimsækja hið 1000 ára St George Varsamitis klaustur. Hin forna vatnsvéfrétt (e. water oracle) sem helguð er guðinum Apollo er í St. George klaustrinu. Fyrirbærið var notað til að ná sambandi við guðina og fá svör frá þeim. Boðið er upp á hádegisverð í klaustrinu áður en farið verður til hinnar dásamlegu „höfuðborgar“ eyjunnar, Chora.  

16:00 - 17:00 Leidd slökunarhugleiðsla og samvera 

20:00 Kvöldmatur 

Mánudagur 7 október:   

08.00 - 09.00 Jóga

09.00 - 10.00 Morgunverður

10.00  lagt af stað í ferð dagsins sem er fjallganga á fjallinu Krikelos fyrir ofan bæinn Lagada (þar sem hótelið er)  þar sem við njótum fallegs útsýnis, villtra jurta og einstakrar náttúru.   Fáum léttan hádegisverð í gömlu húsi í eigu hótelsins í þorpi ofan við hótelið.

16.00 - 17.00 Leidd slökunarhugleiðsla og samvera

20.00 Grískt kvöld á Hotel Aegialis.  Grískur matur, tónlist, dans og gleði.

Þriðjudagur 8 október: 

08.00 - 09.00 Jóga

09.00 - 10.00 Morgunverður

10.00 Gönguferð um eyjuna

16.00 - 17.00 Leidd slökunarhugleiðsla og samvera

20.00 kvöldmatur 

Miðvikudagur 9 október:   

08.00 - 09.00 Jóga

09.00 - 10.00 Morgunverður

10.00 Gönguferð um eyjuna

16.00 - 17.00 Leidd slökunarhugleiðsla og samvera

20.00 kvöldmatur 

Fimmtudagur 10 október: 

08.00 - 09.00 Jóga

09.00 - 10.00 Morgunverður

Frjáls dagur

16.00 - 17.00 Leidd slökunarhugleiðsla og samvera

20.00 kvöldmatur 

Föstudagur 11 október: 

06.00 léttur morgunverður 

07.00 Sigling frá Amorgos til Aþenu.  Lent er í Aþenu kl 15.00.

Frjáls tími í Aþenu

Laugardagur 12 október: 

Morgunverður

Akstur að flugvelli fyrir þá sem fljúga heim þennan dag

 

Gisting á Amorgos:

Gist er í nýjum hluta 5 stjörnu hótelsins Aegialis hotel & SPA. 

Herbergin eru öll á sama verði en um er að ræða:

Deluxe herbergi með prívat potti 

Premier fjölskylduherbergi með 2 herbergjum (fyrir 4 þar sem eru baðherbergi tengd hvoru herbergi).

Premier herbergi

Hægt er að óska sérstaklega eftir uppfærslu á herbergi og staðfesta þannig herbergjatýpu.  Að öðrum kosti verður raðað í herbergin eftir "fyrstur kemur fyrstur fær".  ATH að það fer líka eftir fjölda í ferðina hversu mörg Delxue herbergi við verðum með.

VERÐ Á MANN miðað við:

Einn í herbergi:  382.700,-,-

Tveir saman í herbergi: 334.100,-

Innifalið í verði er: 

  • Akstur og ferjur samkvæmt dagskrá

  • Gisting á 4* hóteli í Aþenu, 2 nætur

  • Gisting á 5* hóteli á Amorgos, 6 nætur

  • Morgun- og kvöldverður alla daga á Amorgos

  • Morgunverður í Aþenu

  • Gönguferðir og skoðunarferðir með leiðsögn á ensku

  • Ein 30 mín. nuddmeðferð á hótelinu

  • ​Jóga á hverjum morgni á Amorgos

  • Slökunarhugleiðsla seinni part dags.

Picture 5.png
IMG_6442.jpg
Picture 3.png
Screenshot 2024-07-03 at 17.03.06.png
IMG_2225.jpg
Screenshot 2022-11-15 at 21.18.14.png
IMG_5640.HEIC
IMG_5649.HEIC
IMG_5582.HEIC
IMG_2126 2.HEIC
IMG_5854.JPG
IMG_2009.HEIC
IMG_2139.HEIC
IMG_2037.HEIC
St.-George-Valsamitis-Monastery-(7)
MAR_1270 - Αντιγραφή
Hiking (51)
Hiking (7)
Acropolis
IMG_2139
IMG_2126 2
IMG_2120
Screenshot 2022-03-18 at 12.14.55
Screenshot 2022-03-18 at 12.23.30
Screenshot 2024-07-03 at 17.03.06
Picture 5
Picture 1
Picture 3
IMG_5585
IMG_5636
IMG_5744
IMG_5827
IMG_5828
bottom of page