Ortisei - B&B Villa Angelino | Heillandi Heimur
top of page
3369_0304202031857143808480166281217 (1).jpg
SKÍÐI Á ÍTALÍU

B&B VILLA ANGELINO - ORTISEI

B&B Villa Angelino er á sólríkum, fallegum stað staðsett í miðbæ Ortisei. Skíðalyftur eru í göngufæri frá hótelinu, sem gerir hótelið að ákjósanlegum stað fyrir alls kyns útivist í Dólómítafjöllunum.

Upplýsingar um ferðina veitir Raggý  raggy@heillandiheiimur.is - ​sími 844-6544

VETUR 2023-24

SKRÁNING
VERÐ

Verð á mann í tvíbýli með morgunmat - Comfort 

Verð birt innan skamms

SKRÁNING

Verð á mann í tvíbýli með morgunmat - Superior herbergi

Verð birt innan skamms

SKRÁNING

​innifalið í verði er: 

  • 7 nátta gisting með morgunmat

  • Beint flug með Icelandair -  ein 23 kg taska, 10 kg handfarangur og skíði

  • Akstur til og frá flugvelli í Munchen

  • Fararsstjórn

  • Aðgangur að heilsulind með upphitaðri inni og útisundlaug 

  • WIFI nettenging. 

241847529.jpg

B&B VILLA ANGELINO 3*

B&B Villa Angelino er á sólríkum, fallegum stað staðsett í miðbæ Ortisei. Skíðalyftur eru í göngufæri frá hótelinu, sem gerir hótelið að ákjósanlegum stað fyrir alls kyns útivist í Dólómítafjöllunum. Hótelið er lítið og notalegt þar sem boðið er upp á persónulega og góða þjónustu. Fyrir utan hótelið er garður með sólarverönd og ókeypis bílastæði.

 

Herbergi 

Herbergin eru teppalögð í hefðbundnum Alpastíl með viðarhúsgögnum og baðherbergin eru með baðkari eða sturtu. Herbergin eru með svölum með útsýni yfir fjöllin eða dalinn.

Morgunverður

Morgunverður er borinn fram í morgunverðarsalnum. Girnilegt morgunverðarhlaðborðið með úrvali af öllu því besta sem þarf til að fá orku fyrir daginn ásamt ávöxtum og heimabökuðum kökum.​

Skíðalyftur í nágrenninu:

  • St. Ulrich - Seiser Alm-skíðalyftan - 200 m

  • Ortisei - Furnes 1736m-skíðalyftan - 450 m

  • St. Ulrich-Raschotz - 450 m

FLUG MEÐ ICELANDAIR

Beint flug með Icelandair frá KEF til Munchen 

Beint flug með Icelandair frá Munchen til KEF 

Innifalið: Flug, flugvallaskattar, 1 innrituð taska allt að 23kg, 1 taska í handfarangri allt að 10kg og flutningur á skíðum.

Ferðaáætlun 

Ýtarlegri dagskrá og nánari upplýsingar má finna hér að neðan í ferðaáætlun.

SKÍÐASVÆÐIÐ

Val Gardena / Dolomites á Ítalíu er vinsæll áfangastaður meðal skíða áhugafólks víðsvegar að úr heiminum. Skíðabrekkur Val Gardena eru um 175 km að lengd og þar er hægt að velja úr 81 skíðalyftu af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem um byrjendur eða lengra komna þá getur hver og einn valið úr fjölda af frábærum brekkum sem henta getu hvers og eins.

 

HIN VINSÆLASLA SELLA RONDA

Sella Ronda, er falleg skíðaleið umkringd þykkum skógum, fjallstoppum og snjóþöktu landslagi  sem liggur á milli fjögurra dala, Alta Badia, Val di Fassa, Arabba Badia og Selva. Þessi skemmtilega skíðaleið er um 40km að lengd  (lyftur og 26km skíðabrekkur). Það tekur allt að 6 klst að skíða þessa leið með stoppum og hádegismat. Skemmtileg upplifun fyrir alla þá sem vilja njóta þess að skíða í einstakri og fallegri náttúru.

LENGSTA SKÍÐABREKKAN

Ein lengsta brekkan í Dolomítunum, “La Longia” er 10km löng skíðabrekka sem er ævintýralega falleg og skemmtileg skíðaleið í fallegu gljúfri með breiðum brekkum og skóglendi. Einstök upplifun fyrir alla sem fara þessa skíðabrekku, sem er alls ekki erfið.

csm_-c-hannes-niederkofler-web-9024_4feb3e3530.jpg
csm_-c-hannes-niederkofler-web-2-6_01_0fd1dcc842.jpg
csm_dr-senoner-55_01_edbb57bd63.jpg
Tra le baite della Val Gardena accompagnati da Verena Stuffer

Tra le baite della Val Gardena accompagnati da Verena Stuffer

Play Video
Val Gardena Active - Magic winter experience in the Dolomites

Val Gardena Active - Magic winter experience in the Dolomites

Play Video

SKILMÁLAR

  • Staðfestingargjald greiðist inn á reikning Heillandi Heims við skráningu.

  • Hafa skal í huga við skráningu í ferð að nafn farþega sé ritað eins og á vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega að svo sé.  

  • Nánari um skilmálar Heillandi Heims er að finna í meðfylgjandi þræði SKILMÁLAR

AFBÓKUNARREGLUR

Staðfestingargjald og allar innborganir eru óndurkræfar eftir greiðslu.

Kreditkort – Reglur sem gilda um tryggingar sem fylgja kreditkortum

Ekki þarf að nota greiðslukort til greiðslu á hluta eða heild ferðar til þess að kortatrygging verði virk.  Einungis þarf að gæta þess að vera með kortið með í ferð. Við viljum hins vegar benda ykkur á að hafa samband við tryggingafélagið þitt til að kanna hvað er innifalið í kortatryggingu þinni til að ganga úr skugga um að sú trygging dugi eða hvort þörf sé á að kaupa viðbótar ferðatryggingu hjá tryggingafélagi þínu.

Allar nánari upplýsingar um ferðina gefur Ragnheiður Eiríks Friðriksdóttir, Raggý, í síma 844-6544 eða Í tölvupósti

 raggy@heillandiheimur.is.

 

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info@heillandiheimur.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan og fylla út formið.

Hlökkum til að heyra frá þér.

bottom of page