top of page
presa.jpg
GÖNGUFERÐ Á EYJARNAR TENERIFE OG LA GOMERA

21.-31. JANÚAR 2023

10 NÆTUR / 11 DAGAR

ATH. lágmarksþátttaka eru 

14 manns og hámark 20

Gönguferð og slökun á eyjarnar Tenerife og La Gomera með hjónunum Hinrik Ólafssyni Drífu Harðardóttur.  Þau hafa sjálf gengið um þessi svæði og heilluðust af náttúrufegurðinni.  Nú ætlar þau að leiða þessa ferð um þessar ægifögru eyjar í 11 daga ferð í janúar. 

Ferðin er sambland af göngum og slökun á glæsilegum 4ra stjörnu hótelum.  

VERÐ KR. 350.900, - á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi 

VERÐ KR. 438.900, -  á mann miðað við 1 fullorðinn í herbergi

Upplýsingar um ferðina veitir Harpa -  harpa@heillandiheiimur.is

​sími 8223890

Screenshot 2022-09-30 at 10.19.01.png

Ævintýrið hefst með flugi með Play  til Tenerife.  Þaðan er tekinn bátur yfir á la Gomera þar sem gist er í 3 nætur á hinu stórglæsilega Hótel Jardin Tecina & Golf. 

Á La Gomera verður gengið um hinn sögulega Alto Garojonay þjóðgarð sem er á heimsminjaskrá UNESCO.  Gönguferðin hefst í 1.487 metra hæð og er gengið niður fjallshlíðarnar.   Farið verður um lárviðarskóginn, Raso de Brumas og stórbrotnir útsýnisstaðir skoðaðir, meðal annars verður farið að Mirador.

Á La Gomera er gist á hinu fræga golfhóteli Hotel Jardin Tecina.  Að morgni síðasta dags gefst kostur á að fara golfhring ef áhugi er fyrir hendi.  

Eftir 4 frábæra daga á La Gomera verður siglt yfir á Tenerife, eyjuna fögru sem er Íslendingum almennt nokkuð vel kunn.  Þar verður gist á 4ra stjörnu hóteli við Adeje ströndina.

 Gönguferðir - náttúra - skoðunarferðir

Fararstjórar ferðarinnar eru þau hjónin Hinrik Ólafsson og Drífa Harðardóttir.  Hinrik hefur stundað leiðsögn á Íslandi í yfir tuttugu ár með erlenda ferðamenn. Drífa hefur gengið og ferðast á hestum um flestar grundir Íslands frá unga aldri. Þau hafa leitt gönguhópa um Ísland á undanförnum árum þar sem lífsgleði er höfð í fyrirrúmi.

Á Tenerife verður byrjað með léttri göngu um ströndina til vestur og staðarhættir skoðaðir.  Einnig verður gengið frá Anaga þjóðgarðinum í gegnum regnskóga og undurfögur gil í Alfur dalnum og að sjálfsögðu verður líka gengið um hinn þekkta þjóðgarð Teide þar sem finna má hæsta fjall Spánar , Teide 3.718 mtr hátt.  Við göngum hringinn í kringum fjallshlíðarnar.  Vonum að fjallið veiti okkur útsýni þennan dag.

Að lokum verður farið að norðvestur hluta eyjarinnar á Teno Alto svæðið sem er frægt fyrir fjölbreyttar gönguleiðir og villta náttúru. 

Ýtarlegri dagskrá og nánari upplýsingar má finna hér að neðan í ferðaáætlun.

Screenshot 2022-09-30 at 11.12.55.png
Screenshot 2022-09-30 at 10.41.27.png
Screenshot 2022-09-30 at 10.39.43.png
Screenshot 2022-09-30 at 11.06.15.png
IMG_20220110_214137_286.jpg

Gisting La Gomera

Hotel Jardín Tecina**** er einstakt hótel á La Gomera sem er ein af Kanaríeyjunum. Það er á töfrandi stað efst á kletti umkringt náttúru og með stórbrotið útsýni yfir hafið. Það er auðvelt að aftengja sig og njóta í fallegu umhverfi hótelsins sem er með meira en 50 plöntutegundum víðsvegar að úr heiminum. 

La gomera 1.jpeg
La gomera 3.jpeg
La gomera 2.jpeg
La gomera .jpeg

Gisting Tenerife

Flamengo Beach Mate**** er mjög vel staðsett hótel á Costa Adeje, Tenerife og með frábært útsýni. Hótelið er rétt fyrir framan ströndina Pinta og stutt er að ganga á bestu strendur Costa Adeje, Fañabé og El Duque.

Flamingo 2.jpeg
Flamingo 3.jpeg
Flamingo .jpeg
Flamingo 1.jpeg

VERÐ KR 350.900,-  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI

VERÐ KR 438.900,-  Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINN Í HERBERGI

Innifalið í verði 

  • Flug með Play til og frá Tenerife 

    • 20kg farangursheimild​

  • Akstur samkvæmt leiðarlýsingu

  • Kvöldverður í 3 daga á hótelinu í La Gomera

  • Ferja til og frá La Gomera

  • Gönguferðir samkvæmt leiðarlýsingu

  • Gisting í 3 nætur á La Gomera með morgunverði

  • Gisting í 7 nætur á Adeje með morgunverði

  • Íslenskur fararstjóri 

Blue Water

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is

Hlökkum til að heyra frá þér.

bottom of page