Ortisei - Hotel Angelo Engel | Heillandi Heimur
top of page
122757722 (1).jpg
SKÍÐI Á ÍTALÍU

HOTEL ANGELO ENGEL - ORTISEI

Hotel Angelo Engel er 4 stjörnu hótel í Val Gardena dalnum í hjarta Suður-Týrólska dólómítanna.

Upplýsingar um ferðina veitir Raggý  raggy@heillandiheiimur.is - ​sími 844-6544

DAGSETNINGAR:

5 - 12 FEBRÚAR 2023

7 NÆTUR / 8 DAGAR

VERÐ

Verð á mann í tvíbýli í hálfu fæði - Standard herbergi 

Verð 339.900 kr

á mann 

Verð á mann í tvíbýli í hálfu fæði - Superior herbergi

Verð 376.900 kr

á mann  

​innifalið í verði er: 

  • 7 nátta gisting með hálfu fæði

  • Beint flug með Icelandair - ein 23 kg taska, 10 kg handfarangur og skíði

  • Akstur til og frá flugvelli í Munchen

  • Fararsstjórn

  • Aðgangur að líkamsræktarsal

  • Upphitaðar inni og útisundlaugar

  • Aðgangur að heilsulind hótelsins

  • WIFI nettenging. 

HOTHEL ANGELO ENGEL 4*

Hotel Angelo Engel er 4 stjörnu hótel í Val Gardena dalnum í hjarta Suður-Týrólska dólómítanna.

Hótelið sem er staðsett í miðbæ Ortisei og státar af stórum einkagarði með inni- og útisundlaug sembáðar eru upphitaðar allt árið um kring, mismunandi gufuböðum, líkamsræktarsal og heilsulind.

Skíðalyftur eru í göngufæri frá hótelinu, sem gerir hótelið að ákjósanlegum stað fyrir alls kyns útivist í Dólómítafjöllunum.

Hótelið er lítið og notalegt þar sem boðið er upp á persónulega og góða þjónustu.

 

Herbergi og svítur

Á hótelinu er boðið upp á fimm mismunandi herbergjastærðir, standard, comfort, deluxe, superior og Junior Suite.

Öll herbergin eru innréttuð týrólskum stíl og er með fríum internetaðgangi, gervihnattasjónvarpi, minibar, öryggishólfi, hárblásara og flest herbergin eru með svölum. Gestir hótelsins fá frían aðgang að sundlaugarhandklæðum, baðsloppum og inniskóm meðan á dvölinni stendur.

Fæði

Á hótelinu er boðið upp á morgunverðarhlaðborð, síðdegissnarl á barnum og 4 rétta à la carte kvöldverð.

Pasta, ís, sósur... - allt er heimalagað og heimabakað! Á matseðlum hótelsins er notast við hráefni frá Suður-Týról eins og mjólkurvörum og nautakjöti.

Boðið er upp á fjölbreytt úrval af réttum, þar á meðal fiskréttum, grænmetisréttum og sérréttum glúten- og laktósafríum.

 

Morgunverður er borinn fram frá kl. 7 til kl. 10:30 alla morgna.

Heilsulind

Heilsulindinn á hótelinu býður upp á fjölbreitt úrval andlits og líkamsmeðferða og ekki má gleyma  gufubaði í Týról stíl, úti gufubaðsskála, Jurta- og ilmolíu gufubaði, gufubað með fjallafuru, svo fátt eitt sé nefnt. 

Sundlaugar 

Inni- og útisundlaugin er upphituð allt árið um kring og tengjast báðar laugar með rafdrifinni rennihurð. Frá innisundlauginni (70 m2) er hægt að komast beint á útisvæðið (90 m2), þar sem þú getur notið sundupplifunar undir berum himni. Á meðan snjórinn fellur og ískristallar myndast, er útilaugin hituð upp í 34 gráður.

Úti gufubaðsskáli 

Úti gufubað er mjög einstök upplifun. Gengið er úr útisundlauginni á upphituðum steinstíg sem liggur að úti gufubaði sem er í timburkofa. Þetta finnska gufubað er hitað upp í 80°Cog býður gestum sínum hlýlegt og notalegt skjól.

Jurta- og arómatísk gufubað (aðeins fyrir konur)

Notalega jurtagufubaðið er eingöngu ætlað konum. Við aðeins vægara hitastig en í Týrólskagufubaðinu finnur þú s áhrif alpajurtanna á húðina í innilegu andrúmslofti.

Gufubað með fjallafuru

Dekraðu við skilningarvitin í notalega hlýju gufubaðsins okkar úr fjallafuru. Hlustaðu á ljúfa tónlistina og finndu ilminn af alpaskóginu. Líkaminn þinn endurnýjar sig og þú hleður batteríin.

csm_-bsc8972_01_ca4e7f4eb0.jpg

FLUG MEÐ ICELANDAIR

Beint flug með Icelandair frá KEF til Munchen þann 5. febrúar 2023 kl. 07:20 lent í Munchen kl. 12:05

Beint flug með Icelandair frá Munchen til KEF þann 12. febrúar 2023 kl. 13:05 lent í KEF kl. 16:00

Innifalið: Flug, flugvallaskattar, 1 innrituð taska allt að 23kg, 1 taska í handfarangri allt að 10kg, Skíði.

Ferðaáætlun 

Ýtarlegri dagskrá og nánari upplýsingar má finna hér að neðan í ferðaáætlun.

SKÍÐASVÆÐIÐ

Val Gardena / Dolomites á Ítalíu er vinsæll áfangastaður meðal skíða áhugafólks víðsvegar að úr heiminum. Skíðabrekkur Val Gardena eru um 175 km að lengd og þar er hægt að velja úr 81 skíðalyftu af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem um byrjendur eða lengra komna þá getur hver og einn valið úr fjölda af frábærum brekkum sem henta getu hvers og eins.

 

HIN VINSÆLASLA SELLA RONDA

Sella Ronda, er falleg skíðaleið umkringd þykkum skógum, fjallstoppum og snjóþöktu landslagi  sem liggur á milli fjögurra dala, Alta Badia, Val di Fassa, Arabba Badia og Selva. Þessi skemmtilega skíðaleið er um 40km að lengd  (lyftur og 26km skíðabrekkur). Það tekur allt að 6 klst að skíða þessa leið með stoppum og hádegismat. Skemmtileg upplifun fyrir alla þá sem vilja njóta þess að skíða í einstakri og fallegri náttúru.

LENGSTA SKÍÐABREKKAN

Ein lengsta brekkan í Dolomítunum, “La Longia” er 10km löng skíðabrekka sem er ævintýralega falleg og skemmtileg skíðaleið í fallegu gljúfri með breiðum brekkum og skóglendi. Einstök upplifun fyrir alla sem fara þessa skíðabrekku, sem er alls ekki erfið.

Tra le baite della Val Gardena accompagnati da Verena Stuffer

Tra le baite della Val Gardena accompagnati da Verena Stuffer

Play Video
Val Gardena Active - Magic winter experience in the Dolomites

Val Gardena Active - Magic winter experience in the Dolomites

Play Video

SKILMÁLAR

  • Staðfestingargjald greiðist inn á reikning Heillandi Heims við skráningu.

  • Hafa skal í huga við skráningu í ferð að nafn farþega sé ritað eins og á vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega að svo sé.  

  • Nánari um skilmálar Heillandi Heims er að finna í meðfylgjandi þræði SKILMÁLAR

AFBÓKUNARREGLUR

Staðfestingargjald og allar innborganir eru óndurkræfar eftir greiðslu.

Kreditkort – Reglur sem gilda um tryggingar sem fylgja kreditkortum

Ekki þarf að nota greiðslukort til greiðslu á hluta eða heild ferðar til þess að kortatrygging verði virk.  Einungis þarf að gæta þess að vera með kortið með í ferð. Við viljum hins vegar benda ykkur á að hafa samband við tryggingafélagið þitt til að kanna hvað er innifalið í kortatryggingu þinni til að ganga úr skugga um að sú trygging dugi eða hvort þörf sé á að kaupa viðbótar ferðatryggingu hjá tryggingafélagi þínu.

Allar nánari upplýsingar um ferðina gefur Ragnheiður Eiríks Friðriksdóttir, Raggý, í síma 844-6544 eða Í  tölvupósti raggy@heillandiheimur.is.

 

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info@heillandiheimur.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan og fylla út formið.

Hlökkum til að heyra frá þér.

bottom of page