Sjálfsrækt á Tenerife | Heillandi Heimur
top of page
woman-g15d6e4c7b_1920.jpg
SJÁLFSRÆKT Á TENERIFE

 Hreyfing - vinnustofur - slökun - náttúra - skoðunarferðir

 

Endurnærandi ferð til Tenerife þar sem Sara Barðdal leiðir sjálfsrækt, hugleiðslu og hreyfingu. Hún verður einnig með vinnustofur um breytingar og forgangsröðun, sjálfsumhyggju, sjálfsmynd/sjálfstraust og sjálfstal.

Boðið verður upp á spennandi skoðunarferðir í Teide þjóðgarðinn, Masca dalinn og Teno fjöllin ásamt heimsókn á banana plantekru. Þess á milli gefst þátttakendum tími til þess að njóta alls þess besta sem Costa Adeje á Tenerife hefur uppá að bjóða. Í þessari ferð ætlum við að setja okkur sjálf í forgang og næra líkama og sál.

Sara hefur hjálpað fólki að breyta um lífsstíl síðan 2014 þar sem hún leggur mikla áherslu á að vinna með huga, líkama og sál. Síðustu ár hefur hún lagt enn meiri áherslu á andlega heilsu, sjálfsumhyggju, tilfinningavinnu og heilun á áföllum í fortíðinni. Sara hefur persónulega reynslu af að hafa strögglað með heilbrigðan lífsstíl og verið föst í yoyo megrunarkúrum. Hún hefur gengið í gegnum missi og sorg og fundið innri sátt við fortíðina, ásamt því að hafa unnið sig út úr langtíma streituástandi. Sara er ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi. Hún hefur sótt ótal námskeiða og fyrirlestra sem tengjast persónulegri uppbyggingu og dýpri tenging á sjálfinu. Hún hefur sótt 200 klst YIN fascia yoga nám og klárað 300 klst Yoga Psyche Soul nám sem leggur áherslu á andlega umbreytingu, skuggavinnu og að sameina vestræna sálfræði með austrænum Yoga fræðum.

Ýtarlegri dagskrá og nánari upplýsingar má finna hér að neðan í ferðaáætlun.

Gisting 

Flamengo Beach Mate**** er mjög vel staðsett hótel á Costa Adeje, Tenerife og með frábært útsýni. Hótelið er rétt fyrir framan ströndina Pinta og stutt er að ganga á bestu strendur Costa Adeje, Fañabé og El Duque.

VERÐ KR 289.500,-  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í ÍBÚÐ

VERÐ KR 350.900,-  Á MANN MIÐAÐ VIÐ EINN Í STÚDÍÓ

Innifalið í verði 

  • Flug með Play til og frá Tenerife 

    • 20kg farangursheimild​

  • Akstur samkvæmt leiðarlýsingu 

  • Skoðunarferð í Masca dalinn og Teno fjöllin með hádegisverð

  • Skoðunarferð í Teide þjóðgarðinn með 9-10km göngu og hádegisverð

  • Hugleiðslur samkvæmt dagskrá

  • Morgunæfingar samkvæmt dagskrá

  • Vinnustofur samkvæmt dagskrá 

  • Gisting í tveggja manna íbúð með einu herbergi í 7 nætur á Flamengo Beach Mate með morgunmat

  • Íslenskur fararstjóri 

17.-24. JANÚAR 2023

7 NÆTUR / 8 DAGAR

ATH. LÁGMARKSÞÁTTTAKA Í ÞESSA FERÐ ERU 12 MANNS

Endurnærandi ferð til Tenerife með áherslu á sjálfsrækt, hreyfingu og slökun. Sara Barðdal leiðir hópinn en hún er meðal annars einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og jógakennari. Í dagskránni eru meðal annars fræðandi vinnustofur og spennandi skoðunarferðir í fallegri náttúru Tenerife. Að sjálfsögðu er einnig frítími fyrir þátttakendur til þess að njóta Costa Adeje svæðisins.

VERÐ KR. 289.500, - á mann miðað við 2 fullorðna í íbúð

VERÐ KR. 350.900, -  á mann miðað við 1 fullorðinn í stúdíó

Blue Water

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is

Hlökkum til að heyra frá þér.

bottom of page