top of page
Edda.jpg
JÓGAGLEÐIFERÐ Á TENERIFE

21 - 28 október 2024   7 DAGAR

tacande-2018-05507.jpg
Skráningu lokið - hafið samband ef þið hafið áhuga

Endurnærandi ferð til Tenerife með áherslu á jóga, slökun og gleði.

Mæðgurnar Edda Björgvins og Margrét Ýrr jógakennarar sjá um gleðina og hreyfinguna í þessari ferð.

Gist er á 5 stjörnu hóteli á Playa Del Duque ströndinni.

 

VERÐ KR. 350.000, - á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi

Jóga - göngur - gleði - fræðsla

 

Við bjóðum öllum mæðgum, systrum, vinkonum og glöðum konum að koma með í viku ferð til Tenerife í október.

Það eru mæðgurnar Edda Björgvinsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir sem sjá um göngur, gleði og jóga.

Edda Björgvinsdóttir leikkona er flestum Íslendingum kunnug.  Hún hefur undanfarin ár verið fastráðin við Þjóðleikhúsið. Áður en hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands nam hún heimspeki við HÍ. Hún er með MA í Menningarstjórnun og með diplóma á MA stigi í Jákvæðri Sálfræði og Sálgæslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur meðfram leiklistinni farið í fjölmargar kvennaferðir um alla Evrópu og að auki haldið fyrirlestra og námskeið í velflestum stórfyrirtækjum landsins. Þar hefur verið boðið upp á ýmis konar þjálfun svo sem tjáning, styrkleikaþjálfun, húmor og gleði, heilsuefling, hamingjuþjálfun, sjálfsstyrking og margt fleira.

Edda hefur nýverið lokið námi sem jógakennari frá Jógasetrinu.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir er hjúkrunarfræðingur með MS gráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og diplóma í sálgæslu. Hún er einnig menntaður jógakennari eftir 200 tíma nám hjá Auði Bjarnadóttir í Jógasetrinu og jóganidra kennari frá Kamini Desai. Margrét lauk námi í hugrænni endurforritun hjá Dáleiðsluskóla íslands 2024. Margrét starfar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu og stuðningsaðili í Sigurhæðum á Selfossi með stuðningsviðtöl fyrir konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Margrét hefur starfað í björgunarsveit í 30 ár og lokið fjölda námskeiða í tengslum við sálrænan stuðning og áfallahjálp og er í viðbragðshóp Rauðakrossins í sálrænum stuðningi. 

Göngur, hreyfing útivera og gleði eru sérstök áhugamál Margrétar"

gran-tacande-deluxe-2017-21--1-171.jpg
tacande-2018-05507.jpg

 Á hverjum degi stundum við jóga (stóla/strandjóga/jóga nidra) hugum að heilsunni, hamingjunni, hlæjum, göngum saman og blómstrum! Fræðsla, hreyfing og slökun.

Hótelið sem gist verður á heitir Hotel Gran Tacande og er 5 stjörnu hótel við Adeje ströndina.  Á hótelinu er heilsulind þar sem boðið er upp á heita potta og ýmsar meðferðir.  Einnig er líkamsræktaraðstaða á hótelinu.

Herbergin eru rúmgóð þar sem minnsta herbergið er 45 fm.  Falleg Kanarísk hönnun.  Svalir eða verönd á öllum herbergjum.  ​​​​​​​​​​​​​​

Screenshot 2024-07-18 at 20.02.41.png
Margret.png
tacande-2018-74348.jpg
tacande-2018-04391.jpg
tacande-2018-55146.jpg
Skráningu lokið - hafið samband ef þið hafið áhuga

VERÐ KR 350.000,-  Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í ÍBÚÐ

Innifalið í verði 

  • Flug með Play til og frá Tenerife 

    • 20kg farangursheimild​

  • Akstur milli hótels og flugvallar á komu- og brottfarardegi 

  • Gisting á 5 stjörnu Gran Tacande hótelinu á Adeje ströndinni 

  • Morgunverður

  • Dagskrá sem innifelur, jóga (stóla/strandjóga/jóga nidra), slökun, fræðsla, göngur og slökun.

bottom of page