top of page
Jógaferð erlendis, stunda jóga úti í heimi, slökunarferð

Jóga

Við höfum brennandi áhuga á jóga og bjóðum upp á frábærar jóga- og slökunarferðir. Við leggjum mikla áherslu á að vera með góða kennara með okkur.  Kyrrð, öndun, hugleiðsla, góð orka og fallegt umhverfi er markmið okkar með þessum ferðum.

 

Settu þig í fyrsta sætið og veldu ferð þar sem þú kemur endurnærð/ur heim. Kostirnir við að fara í slíkar ferðir eru margir en einn af þeim er að þú kemst frá þínu daglega lífi í nýtt umhverfi um tíma þar sem er haldið vel utan um þig og boðið upp á skipulagða dagskrá. Þú munt örugglega taka eftir áhrifunum. Þetta eru ferðalögin þar sem þú fjárfestir í þér andlega og líkamlega.

 

Við munum bjóða upp á mismunandi tegundir af jóga og slökun í ferðunum okkar svo sem Hatha jóga, Vinyasa, Jóga Nidra, Yin jóga og/eða Pilates. Þú gætir einnig fundið ferðir þar sem boðið verður upp á Qi Gong, öndunartækni, hugleiðslu, ayurveda og/eða núvitund. 

Heillandi heimur mun bjóða upp á úrval spennandi áfangastaða allt árið um kring. Hvort sem um einstaklinga eða hópa er að ræða þá getum við sérsniðið ferðir eftir þörfum. Við leggjum áherslu á að veita faglega og góða þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef nánari upplýsinga er óskað um ferðirnar okkar vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á info@heillandiheimur.is.

Screenshot 2022-03-18 at 12.14.55.png

Jógaferð til Amorgos
 

Væntanleg ferð í haust

Eva María Jónsdóttir jógakennari verður fararstjóri í þessari ferð

bottom of page